Fótbolti

Fót­bolta­iðk­endur með fat­lanir kíktu á lands­liðsæfingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið ásamt fótboltaiðkendum með fötlun.
Íslenska karlalandsliðið ásamt fótboltaiðkendum með fötlun. ksí

Strákarnir í íslenska fótboltalandsliðinu fengu góða heimsókn á fyrstu æfingu sína fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru í undankeppni HM 2026.

Íslenska liðið kom saman í dag og fyrsta æfingin var á Laugardalsvelli. Þar mætir Ísland Úkraínu á föstudaginn og Frakklandi á mánudaginn.

Gestkvæmt var á æfingunni á þjóðarleikvanginum í dag en fjörutíu fótboltaiðkendur með fötlun ásamt aðstandendum þeirra kíktu á strákana okkar og fengu eiginhandaráritanir og myndir.

Ísland er í 2. sæti D-riðils undankeppni HM með þrjú stig eftir tvo leiki. Íslendingar unnu Asera á Laugardalsvelli í síðasta mánuði, 5-0, en töpuðu naumlega fyrir Frökkum í París, 2-1.

Leikir Íslands gegn Úkraínu og Frakklandi verða sýndir í opinni dagskrá á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×