Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2025 10:01 Héraðsdómur Norðurlands vestra er til húsa á Sauðárkróki. Já.is Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi karlmann á dögunum í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hótanir og vopnalagabrot sem hann framdi í október árið 2021. Honum var gefið að sök að veitast að fyrrverandi sambýliskonu sinni, og fimm öðrum ótilgreindum einstaklingum, með því að segjast ætla að skjóta þau og sjálfan sig líka. Í ákæru segir að hann hafi sýnt einbeittan ásetning við að standa við hótanirnar með því að fara inn í búr og sækja þar kindabyssu og skotfæri, en maðurinn mun ekki hafa verið með tilskilið skotvopnaleyfi til þess. Hann er ekki sagður hafa látið af háttseminni fyrr en hann var afvopnaður og tekinn í tök uns lögregla kom á vettvang. Maðurinn játaði skýlaust sök, og þótti dómnum játninginn studd sakargögnum. Í dómnum kemur fram að maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Þá segir að þegar atvik málsins áttu sér stað hafi maðurinn verið í andlegu ójafnvægi. Þá mildar það refsingu mannsins að tafir urðu á meðferð málsins, en líkt og áður segir gerðust atburðirnir haustið 2021. Á hinn bóginn var litið til þess að brotið beindist að manneskju sem var manninum nákomin og þótti dómnum það auka við grófleika þess. Líkt og áður segir hlaut maðurinn skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að sæta upptöku á kindabyssunni og greiða 315 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Honum var gefið að sök að veitast að fyrrverandi sambýliskonu sinni, og fimm öðrum ótilgreindum einstaklingum, með því að segjast ætla að skjóta þau og sjálfan sig líka. Í ákæru segir að hann hafi sýnt einbeittan ásetning við að standa við hótanirnar með því að fara inn í búr og sækja þar kindabyssu og skotfæri, en maðurinn mun ekki hafa verið með tilskilið skotvopnaleyfi til þess. Hann er ekki sagður hafa látið af háttseminni fyrr en hann var afvopnaður og tekinn í tök uns lögregla kom á vettvang. Maðurinn játaði skýlaust sök, og þótti dómnum játninginn studd sakargögnum. Í dómnum kemur fram að maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Þá segir að þegar atvik málsins áttu sér stað hafi maðurinn verið í andlegu ójafnvægi. Þá mildar það refsingu mannsins að tafir urðu á meðferð málsins, en líkt og áður segir gerðust atburðirnir haustið 2021. Á hinn bóginn var litið til þess að brotið beindist að manneskju sem var manninum nákomin og þótti dómnum það auka við grófleika þess. Líkt og áður segir hlaut maðurinn skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að sæta upptöku á kindabyssunni og greiða 315 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira