Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2025 14:00 Tinna sneri vörn í sókn. Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína. „Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking. Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira
„Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking.
Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Sjá meira