Fótbolti

Elías Rafn stóð vaktina í sigri Mid­tjylland á Notting­ham For­est

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sótti sigur í Skírisskógi.
Sótti sigur í Skírisskógi. EPA/TIM KEETON

Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland þegar liðið lagði Nottingham Forest á útivelli í Evrópudeildinni í fótbolta, lokatölur á City Ground-vellinum 2-3.

Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og kom Ousmane Diao þeim yfir á 18. mínútu eftir sendingu Mads Bech Sörensen. Leikmenn Forest voru ekki lengi að jafna metin, þar var að verki Dan Ndoye eftir undirbúning Morgan Gibbs-White.

Aftur var stutt á milli marka og tveimur mínútum síðar hafi Bech Sörensen skorað annað mark gestanna, staðan 1-2 í hálfleik. Hinn tvítugi Valdemar Byskov gulltryggði svo sigurinn með marki á 88. mínútu. Sem betur fer fyrir gestina því Gibbs-White skoraði úr vítaspyrnu í uppbótatíma. Midtjylland hefur nú unnið báða leiki sína í Evrópudeildinni á meðan Forest er með eitt stig.

Elías Rafn grípur inn í.EPA/TIM KEETON

Aston Villa vann 2-0 útisigur á Feyenoord. Emi Buendía og John McGinn með mörkin. Villa er einnig með 6 stig.

Í Sambandsdeild Evrópu lagði Albert Guðmundsson upp annað mark Fiorentina í 2-0 sigri á Sigma Olamouc. Fyrra mark heimaliðsins skoraði Roberto Piccoli eftir sendingu Cher Ndour. Það var svo Ndour sjálfur sem skoraði annað markið eftir sendingu Alberts sem hafði komið inn af bekknum á 72. mínútu.

Um var að ræða 1. umferð Sambandsdeildarinnar.


Tengdar fréttir

Palace neitar að tapa

Enska fótboltaliðið Crystal Palace hefur nú leikið 19 leiki án þess að bíða ósigur. Í kvöld lagði liði Dynamo Kyiv í Evrópudeildinni.

Sævar Atli neitar að fara úr marka­skónum

Þá með sanni segja að Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon kunni vel við sig í Bergen í Noregi. Leiknismaðurinn fyrrverandi skoraði eina markið þegar lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann unnu 1-0 sigur á FC Utrecht í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×