Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2025 06:47 Ekki fylgir sögunni hvað fékk þau Kristrúnu Frostadóttur, Friedrich Merz, Mark Rutte og Giorgiu Meloni til að brosa út að eyrum á leiðtogafundinum í Kaupmannahöfn í gær. EPA/IDA MARIE ODGAARD Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill að Ísland sé ekki aðeins þátttakandi heldur gegni leiðandi hlutverki um þróun viðskipta og hvernig varnarmálum verði háttað á Norðurslóðum. Þjóðaröryggisráð kemur saman í dag til að ræða drónaárásir og aðrar fjölþáttaógnir en viðfangsefnið var fyrirferðarmikið á leiðtogafundi sem hún sótti í Danmörku í gær. Kristrún segist þó ekki aðeins hafa mætt til Kaupmannahafnar til að ræða varnarmál. „Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún. Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
„Ég er hér fyrst og fremst að tala máli Íslands þegar kemur að vörnum, en líka viðskiptum. Vegna þess að það hafa verið miklar breytingar í gangi, bæði á varnasviðinu en líka í breyttum áherslum í frjálsum viðskiptum víða í heiminum,“ sagði Kristrún að loknum fundi Stjórnmálasamfélags Evrópu, EPC í gær. Sjálf leiddi hún til að mynda hringborðsumræður um efnahagslegt öryggi í gær þar sem leiðtogar Grænlands og Færeyja og Þýskalandskanslari voru meðal þátttakenda auk annarra. „Það var niðurstaða þessa hringborðs að Evrópusambandið, og helstu viðskiptaaðilar þess í Evrópu, sem meðal annars Ísland og Noregur og fleiri ríki eru hluti af, þurfi að standa fyrir frjálsum viðskiptum þegar við sjáum kannski önnur ríki vera farin að loka aðeins heiminn frá sér, eða minnsta kosti gera viðskiptin flóknari,“ segir Kristrún. Kristrún var meðal hátt í fimmtíu leiðtoga ríkja og alþjóðastofnanna sem sóttu fund EPC í Danmörku í gær. EPA/THOMAS TRAASDAHL Bæði þurfi að tryggja að það séu ekki hindranir í viðskiptum milli Evrópulanda, hvort sem þau standi innan eða utan Evrópusambandsins. „Líka að við séum einbeitt að því að horfa til annarra landa þar sem við gætum átt hagsmuni. Fyrir Ísland þá snýr þetta náttúrleg að því að færa fókusinn og augu álfunnar norður. Að fólk sjái hagsmuni í því að stunda frjáls viðskipti áfram við Ísland. Og líka, mögulega að fjárfesta í innviðum og taka þátt í uppbyggingu ákveðinna tækifæra á Norðurslóðum. Vegna þess að við viljum auðvitað eiga í samstarfi en fyrst og fremst vera leiðandi á okkar svæði. Við viljum hafa eitthvað um það að segja hvernig varnir og viðskipti þróast á Norðurslóðum,“ segir Kristrún.
Efnahagsmál Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira