Fótbolti

Gullboltahafinn ekki til Ís­lands

Valur Páll Eiríksson skrifar
Dembélé er enn meiddur og kemur ekki til Reykjavíkur.
Dembélé er enn meiddur og kemur ekki til Reykjavíkur. Joe Prior/Visionhaus via Getty Images

Frakkland verður án Ousmané Dembéle, nýkjörins besta leikmanns heims, er liðið sækir strákana okkar heim síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps opinberaði hópinn í dag.

Frakkar voru án Dembélé í fyrri leiknum við Ísland ytra í síðasta mánuði en spjót beindust þá að Deschamps. Bæði Dembélé og liðsfélagi hans hjá PSG, Desiré Doué, meiddust á hans vakt og Parísarmenn allt annað en sáttir. Meiðslin eru enn að plaga þá félaga og verða þeir ekki með í Íslandsför Frakkanna.

Rayan Cherki, leikmaður Manchester City, er einnig fjarverandi líkt og framherjarnir Randal Kolo Muani og Marcus Thuram. Jean-Phillippe Mateta, framherji Crystal Palace, fær kallið í þeirra fjarveru.

William Saliba verður þá í vörninni en hann spilaði ekki við Ísland í París.

Frakkar mæta Aserum í París föstudaginn 10. október á meðan Ísland mætir Úkraínu hér heima. Leikur Íslands og Frakklands er svo mánudaginn 13. október.

Uppselt er á báða leiki, við Úkraínu og Frakkland, en leikirnir tveir verða sýndir í opinni dagskrá hjá Sýn Sport.

Landsliðshópur Frakka

Markverðir: Lucas Chevalier (PSG), Mike Maignan (AC Milan), Brice Samba (Rennes)

Varnarmenn: Lucas Digne (Aston Villa), Malo Gusto (Chelsea), Lucas Hernandez (PSG), Theo Hernandez (Al-Hilal), Ibrahima Konaté (Liverpool), Jules Koundé (Barcelona), William Saliba (Arsenal), Dayot Upamecano (Bayern München).

Miðjumenn: Eduardo Camavinga (Real Madrid), Manu Koné (Roma), Michael Olise (Bayern Munich), Adrien Rabiot (Milan), Khephrem Thuram (Juventus).

Sóknarmenn: Maghnes Akliouche (Monaco), Bradley Barcola (PSG), Kingsley Coman (Al-Nassr), Hugo Ekitike (Liverpool), Jean-Philippe Mateta (Crystal Palace), Kylian Mbappé (Real Madrid), Christopher Nkunku (Milan).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×