„Þetta svíður mig mjög sárt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. október 2025 08:01 Arnar Gunnlaugsson kallar skilaboð til sinna manna í leiknum við Skotland á föstudaginn. Getty/Andrew Milligan Arnar Gunnlaugsson skildi þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eftir utan landsliðshóps Íslands fyrir komandi leiki en Aron Einar Gunnarsson er með. Hann lætur sig dreyma um sæti á HM á næsta ári. Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Daníel lokaði markinu í Skógarseli Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Flestir leikmenn íslenska liðsins eru heilir og til taks fyrir komandi verkefni. Þó ekki Orri Steinn Óskarsson sem er enn að glíma við meiðsli. Margur veltir upp stöðu gamla bandsins, svokallaða, en 36 ára gamall Aron Einar Gunnarsson fær sæti í hópnum á meðan Jóhann Berg Guðmundsson og Gylfi Þór Sigurðsson eru utan hans. Arnar segir þá Jóhann Berg og Gylfa Þór einfaldlega tapa samkeppni við yngri menn sem hafa verið að gera vel á miðju liðsins, sem og með sínum félagsliðum sem leika á hærra stigi en lið þeirra fyrrnefndu. Arnar var spurður hvort landsliðsferli Gylfa væri lokið. „Þetta er alls ekki búið. Þetta svíður mig mjög sárt. Hann er búinn að standa sig mjög vel seinni hluta mótsins og leikstaða hans hefur breyst - hann hefur færst aftar á miðjuna. Hverjir eru aftarlega á miðjunni hjá okkur? Það er bara bullandi samkeppni. Þar eru menn að spila á háu stigi og liðið að standa sig vel. Þetta er bara erfitt,“ segir Arnar í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Samkvæmt minni stærðfræði þarf alltaf að taka einn út í staðinn, eða jafnvel tvo. Er það sanngjarnt gagnvart þeim sem eru að standa sig vel, bæði með landsliði og félagsliði? Þá kemst maður að því fyrir þennan glugga: Nei, það er ekki sanngjarnt.“ Erfitt að skilja Hjört eftir Aron Einar fái því sæti vegna þess að hann spilar sem miðvörður, en ekki sem miðjumaður líkt og þeir Gylfi og Jóhann. Það hafi þó verið erfitt að velja milli hans og Hjartar Hermannssonar. „Það er nákvæmlega þannig. Spot on. Þú ert góður í stærðfræði. Þetta er í raun þannig. Hann er hugsaður sem miðvörður í landsliðinu en datt út síðast. Hjörtur kom þá inn og var frábær fyrir okkur. Því miður dettur hann út núna því Aron Einar er heill og við teljum hann betri kost í þennan glugga núna. Ef Aron Einar meiðist eða Sverrir Ingi eða annar þá veit ég að minn maður Hjörtur er klár í kallið,“ segir Arnar. Lætur sig dreyma Komandi leikir hafa gríðarlegt mikilvægi. Ísland er með þrjú stig í öðru sæti riðilsins, fyrir neðan Frakka sem hafa sex en fyrir ofan Úkraínu og Aserbaídsjan sem eru með eitt hvort. Nú eru fram undan tveir heimaleikir við Úkraínu og Frakka. Ljóst er að úr þeim þurfa að fást þrjú stig áður en við taka útileikir við Úkraínumenn og Asera í nóvember. Arnar leyfir sér að dreyma. „Ég er draumóramaður. Ég leyfi mér að dreyma um það að eftir blaðamannafund eftir leik gegn Úkraínu þar sem við förum með sigur af hólmi, að við séum einfaldlega að fara að tala um úrslitaleik við Frakka um að ná fyrsta sætinu. Hversu fáránlegt sem það kann að hljóma þá er það bara staðreynd sem við eigum að fagna og berjast fyrir og gera allt sem í okkar valdi stendur til að upplifa þann draum,“ segir Arnar. Viðtalið í heild má sjá að neðan en fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins að ofan. Klippa: Arnar skýrir valið og lætur sig dreyma
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Daníel lokaði markinu í Skógarseli Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira