Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2025 11:31 Haukur Þrastarson hefur komið með beinum hætti að 49 mörkum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. vísir/vilhelm Enginn leikmaður hefur gefið fleiri stoðsendingar í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta á þessu tímabili en Haukur Þrastarson. Haukur gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Dinamo Búkarest í sumar og hefur farið vel af stað í gula búningnum. Í sex leikjum í þýsku deildinni hefur Haukur skorað tuttugu mörk og gefið 29 stoðsendingar, flestar allra. Haukur er efstur á stoðsendingalistanum með þriggja stoðsendinga forskot á Niels Geradus Versteijnen hjá Lemgo. Mathias Gidsel, leikmaður meistara Füchse Berlin, og Marian Michalczik hjá Hannover-Burgdorf deila 3. sætinu með 25 stoðsendingar. Eftir heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Haukur átti ekki sína bestu leiki, sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson að Selfyssingurinn þyrfti að komast í sterkari deild en þá rúmensku, helst í eina af þremur sterkustu deildum heims og spila reglulega þar til að taka næsta skref. Þegar greint hafði verið frá yfirvofandi vistaskiptum Hauks lýsti Snorri yfir ánægju sinni með þau og taldi landsliðsmanninn hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég sem landsliðsþjálfari er mjög ánægður með þau og held að þetta sé hárrétt skref hjá honum að færa sig í Rhein-Neckar Löwen og í þessa deild. Ég kom inn á það og ræddi það líka við Hauk,“ sagði Snorri sem spilaði sjálfur með Löwen um tíma. Annar íslenskur landsliðsmaður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er í 7. sæti á stoðsendingalistanum en hann hefur gefið tuttugu stoðsendingar í fimm leikjum fyrir Magdeburg. Viggó Kristjánsson, leikmaður Erlangen, er í 19. sæti listans með sautján stoðsendingar í fjórum leikjum. Löwen er í 7. sæti þýsku deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað tveimur. Næsti leikur þess er gegn Flensburg í þýsku bikarkeppninni í dag. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. 15. mars 2025 13:33 Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3. febrúar 2025 14:33 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Sjá meira
Haukur gekk í raðir Rhein-Neckar Löwen frá Dinamo Búkarest í sumar og hefur farið vel af stað í gula búningnum. Í sex leikjum í þýsku deildinni hefur Haukur skorað tuttugu mörk og gefið 29 stoðsendingar, flestar allra. Haukur er efstur á stoðsendingalistanum með þriggja stoðsendinga forskot á Niels Geradus Versteijnen hjá Lemgo. Mathias Gidsel, leikmaður meistara Füchse Berlin, og Marian Michalczik hjá Hannover-Burgdorf deila 3. sætinu með 25 stoðsendingar. Eftir heimsmeistaramótið í janúar, þar sem Haukur átti ekki sína bestu leiki, sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson að Selfyssingurinn þyrfti að komast í sterkari deild en þá rúmensku, helst í eina af þremur sterkustu deildum heims og spila reglulega þar til að taka næsta skref. Þegar greint hafði verið frá yfirvofandi vistaskiptum Hauks lýsti Snorri yfir ánægju sinni með þau og taldi landsliðsmanninn hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég sem landsliðsþjálfari er mjög ánægður með þau og held að þetta sé hárrétt skref hjá honum að færa sig í Rhein-Neckar Löwen og í þessa deild. Ég kom inn á það og ræddi það líka við Hauk,“ sagði Snorri sem spilaði sjálfur með Löwen um tíma. Annar íslenskur landsliðsmaður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er í 7. sæti á stoðsendingalistanum en hann hefur gefið tuttugu stoðsendingar í fimm leikjum fyrir Magdeburg. Viggó Kristjánsson, leikmaður Erlangen, er í 19. sæti listans með sautján stoðsendingar í fjórum leikjum. Löwen er í 7. sæti þýsku deildarinnar með átta stig eftir sex leiki. Liðið hefur unnið fjóra leiki en tapað tveimur. Næsti leikur þess er gegn Flensburg í þýsku bikarkeppninni í dag.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. 15. mars 2025 13:33 Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3. febrúar 2025 14:33 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Sjá meira
Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fagnar félagsskiptum landsliðsmannsins Hauks Þrastarson sem er að fara frá Rúmeníu til þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen. 15. mars 2025 13:33
Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, segir landsliðsmanninn Hauk Þrastarson þurfa að finna sér lið í betri deild ætli hann sér að taka næsta skref á ferlinum. 3. febrúar 2025 14:33