Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2025 06:42 Magga Stína fyrir brottför í gær. Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal er nú á leið til Gasa á skipinu Conscience, sem verður hluti af „Frelsisflotanum“ svokallaða. Skipið lagði úr höfn á Ítalíu um klukkan 14 í gær, með um 100 aðgerðasinna, blaðamenn og heilbrigðisstarfsmenn innanborðs. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína og Möggu Stínu, eins og hún er kölluð. „Gaza Freedom Flotilla, eða Frelsisflotinn, er alþjóðlegur skipafloti sem siglir með hjálpargögn til íbúa á Gaza-svæðinu. Markmið flotans er að rjúfa ólöglegu herkvína sem Ísrael viðheldur við Gaza. Takist Frelsisflotanum að komast á áfangastað geta skip hjálparsamtaka fylgt á eftir og veitt íbúum Gaza lífsbjargandi aðstoð. Nú þegar er 50 skipa floti kominn langleiðina til Gaza,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að síðustu daga hafi Ísraelar ráðist á skipin með drónum og árásum á fjarskiptabúnað. Sum skipanna hafi orðið fyrir skemmdum. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld, sem haldi því fram að þau séu í fremstu röð stuðningsmanna Palestínu, sýni það nú í verki. „Við hvetjum alla landsmenn til að sýna Möggu Stínu og flotanum stuðning með því að fylgjast með ferð flotans og deila fréttum af honum. Athygli okkar veitir flotanum vernd og eykur líkur á að þau nái að brjóta herkvína. Þrýstum á stjórnvöld að tryggja öryggi flotans svo honum takist ætlunarverk sitt - að rjúfa ólöglega herkví Ísraels og opna leið fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza,“ segir í tilkynningunni. Fyrir miðri mynd má sjá Vigdis Bjorvand frá Noregi, sem tók þátt í fyrri siglingu Frelsisflotans í júlí, þegar þátttakendur voru stöðvaðir af Ísraelsher. Þá er haft eftir Möggu Stínu: „Í tvö ár höfum við fylgst með þjóðarmorði í beinu streymi og almenningur um allan heim hefur mótmælt. Samt hafa stjórnvöld enn ekki brugðist við, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar, þrátt fyrir yfirlýsingar allra helstu mannúðarsamtaka, sérfræðinga í þjóðarmorði og Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld heimsins bera ábyrgð. Þau eru skyldug til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þennan hrylling. Það er skylda okkar allra að gera það sem við getum til að stöðva hryllinginn. Þess vegna tel ég það eina rétta að stíga um borð með því fólki sem tilbúið er að sigla til Gaza til þess að rjúfa ólöglegu herkvína og opna fyrir flæði mannúðaraðstoðar á svæðið. Það er mjög mikilvægt að Ísland eigi fulltrúa í flotanum því íslenskur almenningur þolir ekki heldur þann veruleika sem yfirvöld heimsins láta óáreittan. Hann þolir ekki þessar hörmungar - ekki í eina mínútu í viðbót. Stríðsglæpirnir, þjóðernishreinsanirnar, sveltið, barnamorðin og allur hryllingurinn sem Ísrael beitir á Gaza verður að stöðva. Það sem er að gerast á Gaza er glæpur gegn lífinu. Það er andstætt öllum lögmálum lífsins. Við viljum ekki lifa í slíkum heimi. Þess vegna verðum við að berjast gegn því með öllum mætti. Þess vegna sigli ég með Frelsisflotanum til Gaza: Af því að ég er manneskja, af því að ég er mamma, af því að ég er amma, af því ég veit að allar manneskjur með samkennd myndu gera það sama ef þau gætu. Ég veit ég er ekki ein í þeirri stöðu að vilja gera allt sem hægt er til að stöðva þennan hrylling, ég er hér fyrir hönd svo margra Íslendinga sem vilja gera það sama. Stöðvum þjóðarmorðið - Lifi frjáls Palestína!“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína og Möggu Stínu, eins og hún er kölluð. „Gaza Freedom Flotilla, eða Frelsisflotinn, er alþjóðlegur skipafloti sem siglir með hjálpargögn til íbúa á Gaza-svæðinu. Markmið flotans er að rjúfa ólöglegu herkvína sem Ísrael viðheldur við Gaza. Takist Frelsisflotanum að komast á áfangastað geta skip hjálparsamtaka fylgt á eftir og veitt íbúum Gaza lífsbjargandi aðstoð. Nú þegar er 50 skipa floti kominn langleiðina til Gaza,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að síðustu daga hafi Ísraelar ráðist á skipin með drónum og árásum á fjarskiptabúnað. Sum skipanna hafi orðið fyrir skemmdum. Kallað er eftir því að íslensk stjórnvöld, sem haldi því fram að þau séu í fremstu röð stuðningsmanna Palestínu, sýni það nú í verki. „Við hvetjum alla landsmenn til að sýna Möggu Stínu og flotanum stuðning með því að fylgjast með ferð flotans og deila fréttum af honum. Athygli okkar veitir flotanum vernd og eykur líkur á að þau nái að brjóta herkvína. Þrýstum á stjórnvöld að tryggja öryggi flotans svo honum takist ætlunarverk sitt - að rjúfa ólöglega herkví Ísraels og opna leið fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza,“ segir í tilkynningunni. Fyrir miðri mynd má sjá Vigdis Bjorvand frá Noregi, sem tók þátt í fyrri siglingu Frelsisflotans í júlí, þegar þátttakendur voru stöðvaðir af Ísraelsher. Þá er haft eftir Möggu Stínu: „Í tvö ár höfum við fylgst með þjóðarmorði í beinu streymi og almenningur um allan heim hefur mótmælt. Samt hafa stjórnvöld enn ekki brugðist við, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar, þrátt fyrir yfirlýsingar allra helstu mannúðarsamtaka, sérfræðinga í þjóðarmorði og Sameinuðu Þjóðanna. Stjórnvöld heimsins bera ábyrgð. Þau eru skyldug til gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stöðva þennan hrylling. Það er skylda okkar allra að gera það sem við getum til að stöðva hryllinginn. Þess vegna tel ég það eina rétta að stíga um borð með því fólki sem tilbúið er að sigla til Gaza til þess að rjúfa ólöglegu herkvína og opna fyrir flæði mannúðaraðstoðar á svæðið. Það er mjög mikilvægt að Ísland eigi fulltrúa í flotanum því íslenskur almenningur þolir ekki heldur þann veruleika sem yfirvöld heimsins láta óáreittan. Hann þolir ekki þessar hörmungar - ekki í eina mínútu í viðbót. Stríðsglæpirnir, þjóðernishreinsanirnar, sveltið, barnamorðin og allur hryllingurinn sem Ísrael beitir á Gaza verður að stöðva. Það sem er að gerast á Gaza er glæpur gegn lífinu. Það er andstætt öllum lögmálum lífsins. Við viljum ekki lifa í slíkum heimi. Þess vegna verðum við að berjast gegn því með öllum mætti. Þess vegna sigli ég með Frelsisflotanum til Gaza: Af því að ég er manneskja, af því að ég er mamma, af því að ég er amma, af því ég veit að allar manneskjur með samkennd myndu gera það sama ef þau gætu. Ég veit ég er ekki ein í þeirri stöðu að vilja gera allt sem hægt er til að stöðva þennan hrylling, ég er hér fyrir hönd svo margra Íslendinga sem vilja gera það sama. Stöðvum þjóðarmorðið - Lifi frjáls Palestína!“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent