Tottenham bjargaði stigi í Noregi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2025 21:40 Leikmenn Spurs fagna jöfnunarmarkinu. EPA/Lise Aserud Tottenham Hotspur rétt svo náði í stig gegn Bodö/Glimt þegar liðin mættust í norðurhluta Noregs í 2. umferð Meistaradeildar Evrópu. Atlético Madríd skoraði þá fimm mörk annan leikinn í röð. Lærisveinar Thomas Frank lentu í allskyns ógöngum í leik sínum í Noregi. Staðan var markalaus í hálfleik en það var eingöngu því Kasper Högh, sá hinn sami og lék um stund með Val, negldi boltanum yfir markið úr vítaspyrnu sem Bodö/Glimt fékk í fyrri hálfleik. Jens Hauge kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu gestirnir frá Lundúnum metin. Eða hvað? Markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað nánar. Það nýttu heimamenn sér og tvöfaldaði Hauge forystuna á 66. mínútu. Hakon Evjen með stoðsendinguna í bæði skiptin. Jens Petter Hauge fagnar öðru marka sinna.EPA/Lise Aserud Micky van de Ven minnkaði muninn örskömmu síðar og nú stóð mark gestanna. Það var svo Richarlison sem jafnaði metin í blálokin. Markið var skoðað vel og lengi en stóð á endanum, lokatölur 2-2. Frank og lærisveinar hans eru nú með fjögur stig en Bodö/Glimt er með tvö. Stórsigrar út um allt Í Madríd byggði Atlético ofan á frábæran 5-2 sigur á Real Madríd um liðna helgi með því að pakka Eintracht Frankfurt saman, lokatölur 5-1. Giacomo Raspadori, Robin Le Normand, Antoine Griezmann, Giuliano Simeone og Julián Alvarez með mörk Atlético á meðan Jonathan Burkardt skoraði fyrir Frankfurt. Skoruðu fimm annan leikinn í röð.EPA/Juanjo Martin Inter lagði Slavia Prag 3-0 í Mílanó-borg. Argentínumaðurinn Lautaro Martínez gerði tvennu og Denzel Dumfries þriðja markið. Marseille gjörsigraði Ajax 4-0 í suðurhluta Frakklands. Brasilíumaðurinn Igor Paixao skoraði fyrstu tvö , Mason Greenwood bætti við þriðja markinu og fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang gerði fjórða markið eftir að hafa lagt upp tvö af fyrstu þremur. Bayern München mætti svo Pafos í Kýpur og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, lokatölur 1-5. Harry Kane gerði tvennu á meðan Raphael Guerreiro, Nicolas Jackson og Michael Olise gerðu hin þrjú mörk gestanna. Mislav Oršić gerði mark heimamanna. Kane hættir ekki að skora.EPA/SAKIS SAVVIDES Inter og Bayern hafa bæði unnið báða sína leiki til þessa. Atlético Madríd og Marseille töpuðu hins vegar í 1. umferð og eru því með einn sigur og einn ósigur í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. 30. september 2025 18:31 Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. 30. september 2025 18:31 Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. 30. september 2025 16:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Sjá meira
Lærisveinar Thomas Frank lentu í allskyns ógöngum í leik sínum í Noregi. Staðan var markalaus í hálfleik en það var eingöngu því Kasper Högh, sá hinn sami og lék um stund með Val, negldi boltanum yfir markið úr vítaspyrnu sem Bodö/Glimt fékk í fyrri hálfleik. Jens Hauge kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en aðeins tveimur mínútum síðar jöfnuðu gestirnir frá Lundúnum metin. Eða hvað? Markið var dæmt af eftir að hafa verið skoðað nánar. Það nýttu heimamenn sér og tvöfaldaði Hauge forystuna á 66. mínútu. Hakon Evjen með stoðsendinguna í bæði skiptin. Jens Petter Hauge fagnar öðru marka sinna.EPA/Lise Aserud Micky van de Ven minnkaði muninn örskömmu síðar og nú stóð mark gestanna. Það var svo Richarlison sem jafnaði metin í blálokin. Markið var skoðað vel og lengi en stóð á endanum, lokatölur 2-2. Frank og lærisveinar hans eru nú með fjögur stig en Bodö/Glimt er með tvö. Stórsigrar út um allt Í Madríd byggði Atlético ofan á frábæran 5-2 sigur á Real Madríd um liðna helgi með því að pakka Eintracht Frankfurt saman, lokatölur 5-1. Giacomo Raspadori, Robin Le Normand, Antoine Griezmann, Giuliano Simeone og Julián Alvarez með mörk Atlético á meðan Jonathan Burkardt skoraði fyrir Frankfurt. Skoruðu fimm annan leikinn í röð.EPA/Juanjo Martin Inter lagði Slavia Prag 3-0 í Mílanó-borg. Argentínumaðurinn Lautaro Martínez gerði tvennu og Denzel Dumfries þriðja markið. Marseille gjörsigraði Ajax 4-0 í suðurhluta Frakklands. Brasilíumaðurinn Igor Paixao skoraði fyrstu tvö , Mason Greenwood bætti við þriðja markinu og fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang gerði fjórða markið eftir að hafa lagt upp tvö af fyrstu þremur. Bayern München mætti svo Pafos í Kýpur og þar var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi, lokatölur 1-5. Harry Kane gerði tvennu á meðan Raphael Guerreiro, Nicolas Jackson og Michael Olise gerðu hin þrjú mörk gestanna. Mislav Oršić gerði mark heimamanna. Kane hættir ekki að skora.EPA/SAKIS SAVVIDES Inter og Bayern hafa bæði unnið báða sína leiki til þessa. Atlético Madríd og Marseille töpuðu hins vegar í 1. umferð og eru því með einn sigur og einn ósigur í fyrstu tveimur leikjunum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. 30. september 2025 18:31 Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. 30. september 2025 18:31 Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. 30. september 2025 16:15 Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Sjá meira
Aftur tapar Liverpool Englandsmeistarar Liverpool töpuðu í kvöld sínum öðrum leik í röð þegar liðið mátti þola 1-0 tap gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu. Um liðna helgi tapaði Liverpool fyrir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni. 30. september 2025 18:31
Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik. 30. september 2025 18:31
Mbappé fór mikinn í Kasakstan Kylian Mbappé skoraði þrennu í 5-0 útisigri Real Madríd á Kairat Almaty í Meistaradeild Evrópu. 30. september 2025 16:15