Veður

Sunnan strekkingur og vætu­samt

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður á bilinu sjö til tólf stig.
Hiti á landinu verður á bilinu sjö til tólf stig. Vísir/Anton Brink

Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan strekkingi víða um land með vætusömu veðri í dag, ýmist skúraklökkum eða stærri úrkomusvæðum með samfelldri rigningu um tíma.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu sjö til tólf stig.

„Lítil eða engin úrkoma norðaustantil þegar kemur fram á daginn og þar verður jafnframt hlýjast, eða 14-15 stig þegar best lætur.

Á morgun er útlit fyrir minni vind en í dag, nema austanlands, þar blæs enn af svipuðum styrk og í dag. Áfram vætusamt og má búast við að vætan nái í alla landshluta á morgun.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-15 m/s, hvassast við suðaustur- og austurströndina. Rigning eða skúrir, en að mestu þurrt norðaustanlands seinnipartinn. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast norðaustantil.

Á fimmtudag: Sunnan 3-10 og skúrir, en yfirleitt þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu. Hiti 6 til 12 stig.

Á föstudag: Fremur hæg austlæg átt, skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti 5 til 10 stig. Hægt vaxandi norðanátt um kvöldið.

Á laugardag: Norðan og norðvestan 8-13, en 13-18 á austanverðu landinu. Rigning eða slydda, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 2 til 9 stig, mildast syðst.

Á sunnudag: Fremur hæg breytileg átt og víða bjartviðri. Norðvestan 8-13 við norðurströndina með dálítilli rigningu eða slyddu. Hiti 2 til 7 stig að deginum.

Á mánudag: Líkur á norðanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið sunnanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×