Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson, Björg Torfadóttir, Sigrún Ósk, Sigurjón Már, Halldóra Hafsteins, Guðlaug Svala Kristjánsdóttir og Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifa 29. september 2025 11:47 „Ég uppgötvaði fyrir ekki svo löngu að ég hef haft sjálfsvígshugmyndir af einhverju tagi síðan að ég var a.m.k. 10 ára gamall. Þar var mér strax farið að finnast ég ekki eiga neins staðar heima, ekki tilheyra. Ég var öllum bara til trafala. Þá var kannski bara besta lausnin sú að ég væri ekki til, bæði fyrir mig og aðra. Fyrir mér eru sjálfsvígshugmyndir tvenns konar. Annars vegar hverfast þær um tilfinningu sem segir ,,mig langar ekki að vera til” eða ,,það væri sennilega best fyrir öll að ég væri ekki til”. Hún fer í raun aldrei, en leggst í smá dvala inn á milli. Hún dúkkar svo upp þegar eitthvað á sér stað í lífi mínu sem minnir mig á að ég tilheyri ekki og þá situr hún með mér í þó nokkurn tíma, oftast daga, vikur, jafnvel mánuði. Hún hefur fylgt mér svo lengi og oft að mér finnst hún í raun bara frekar hversdagsleg og alls ekki alvarleg. Hins vegar eru skipulagshugmyndir, öllu alvarlegri. Þær dúkka upp mun sjaldnar og lifa skemur með mér. Ég hef tvisvar verið kominn ansi langt með þessar vangaveltur. Annað skiptið var ég bókstaflega kominn á bjargbrúnina, en það er eina skiptið sem ég hef komið á Látrabjarg. Á bak við var alltaf þessi upplifun að ég tilheyri ekki. Mér fannst ég oft svo rangur einhvern veginn. Ég hugsaði rangt, brást við rangt, fann til rangt. Eða það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk frá umhverfi mínu. Þegar ég var 35 ára uppgötvaði ég að ég er einhverfur. Það er kominn áratugur síðan. Á þeim tíma hef ég verið að átta mig á því að ekkert við mig er í raun rangt, þó það sé öðruvísi. En þessi tilfinning að tilheyra ekki fer samt ekkert. Hún situr pikkföst og dúkkar enn upp við ákveðnar aðstæður.“ - Ármann Pálsson Einhverfupaunkið er hópur fullorðinna einhverfra einstaklinga sem berjast gegn fordómum og óréttlæti í garð einhverfra. Við, höfundar þessarar greinar, höfum öll upplifað mjög erfiða hluti þegar við höfum leitað hjálpar hjá heilbrigðiskerfinu. Margt er of sárt og persónulegt til að deila hér en okkur er gert mjög erfitt fyrir. Við þurfum að ýta á eftir því að okkur sé sinnt en passa að vera ekki of „aggressív“ og „frek“. Kerfið er að bregðast okkur og svona má þetta ekki halda áfram. Það verður að gera betur í geðheilbrigðisþjónustu fyrir einhverft fólk. Fordómar og neikvæðni í garð einhverfra eru veigamiklir þættir í hvers vegna einhverf eru í stóraukinni sjálfsvígshættu. Samkvæmt skýrslusem gerð var á vegum heilbrigðisráðuneytisins 2024, eru einhverf 9 sinnum líklegri til að deyja af völdum sjálfsvíga en önnur. Bresk samantekt rannsókna á sjálfsvígum einhverfra sýnir að: 66% einhverfra hafa íhugað sjálfsvíg 35% skipulagt eða gert tilraun til sjálfsvígs Sá hópur sem er í mestri sjálfsvígshættu eru einhverf sem ekki eru einnig með þroskahömlun og einhverfar konur Í bresku skýrslunni er ekki talað um einhverf kvár eða trans fólk, en við getum leitt líkum að því að staða þeirra sé síst betri. Samkvæmt sömu skýrslu eru helstu ástæður sjálfsvíga hjá einhverfum að einhverju leyti þær sömu og hjá óeinhverfum; geðrænn vandi, félagsleg einangrun og takmörkuð atvinnuþátttaka. Þó er talið að einhverfa auki á hættuna sem stafar af fyrrnefndum atriðum og sé áhættuþáttur í sjálfu sér, einkum sökum eftirfarandi: Möskun (að setja upp grímu). Þetta er ekki meðvituð blekking heldur eðlilegt viðbragð við neikvæðu viðmóti, ofbeldi og öðrum áföllum. Alexithymia (ólæsi á eigin tilfinningar). Það er að eiga oft erfitt með að bera kennsl á og nefna eigin tilfinningar. Síendurteknar hugsanir. Skortur á viðeigandi stuðningi. Fyrrnefnd skýrsla Heilbrigðisráðuneytisins ber heitið „Hvert á ég að leita?” sem er lýsandi heiti fyrir upplifun fullorðins einhverfs fólks af heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Því er lýst að einhverft fólk lendi gjarnan á milli stofnana vegna þess að það passar ekki rétt inn í strangt skilgreind hlutverk þeirra stofnana sem það leitar til. Einhverfum er endurtekið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu, oft án þess að vera vísað í önnur úrræði. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem sjálfvígshugsanir einhverfra hverfast oft um að tilheyra ekki, og að upplifanir þeirra séu rangar. Þarna er kerfið að senda þeim nákvæmlega þau skilaboð. Við, sem skrifum þessa grein, erum öll einhverf. Flest okkar hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og sum okkar hafa reynt að kveðja þetta líf. Við erum samt þau heppnu. Við erum enn á lífi. “Í dag er geðheilsan mín í töluvert betri málum en hún var fyrir 10 árum síðan, en vegurinn að því hefur verið ansi brösóttur. Ég hef leitað til ýmissa stofnana eftir aðstoð með mjög misgóðum árangri og sumt var beinlínis skaðlegt. Það var svo ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég þyrfti bara að gera þetta sjálfur að eitthvað fór að gerast og ég fann svo úrræði sem hefur reynst mér afar vel. Það, ásamt því að komast í félagsskap einhverfra, er það sem hefur hjálpað mér hvað mest.” - Ármann Pálsson Fyrir hönd Einhverfupaunksins: Ármann Pálsson, tónsmiður Björg Torfadóttir, listmálari Sigrún Ósk, dansari og danskennari Sigurjón Már, ljósmyndari á filmur og pappír Halldóra Hafsteins, frístundaleiðbeinandi Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og prjónahönnuður Mamiko Dís Ragnarsdóttir, meistaranemi í hljóðfærakennslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einhverfa Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Ég uppgötvaði fyrir ekki svo löngu að ég hef haft sjálfsvígshugmyndir af einhverju tagi síðan að ég var a.m.k. 10 ára gamall. Þar var mér strax farið að finnast ég ekki eiga neins staðar heima, ekki tilheyra. Ég var öllum bara til trafala. Þá var kannski bara besta lausnin sú að ég væri ekki til, bæði fyrir mig og aðra. Fyrir mér eru sjálfsvígshugmyndir tvenns konar. Annars vegar hverfast þær um tilfinningu sem segir ,,mig langar ekki að vera til” eða ,,það væri sennilega best fyrir öll að ég væri ekki til”. Hún fer í raun aldrei, en leggst í smá dvala inn á milli. Hún dúkkar svo upp þegar eitthvað á sér stað í lífi mínu sem minnir mig á að ég tilheyri ekki og þá situr hún með mér í þó nokkurn tíma, oftast daga, vikur, jafnvel mánuði. Hún hefur fylgt mér svo lengi og oft að mér finnst hún í raun bara frekar hversdagsleg og alls ekki alvarleg. Hins vegar eru skipulagshugmyndir, öllu alvarlegri. Þær dúkka upp mun sjaldnar og lifa skemur með mér. Ég hef tvisvar verið kominn ansi langt með þessar vangaveltur. Annað skiptið var ég bókstaflega kominn á bjargbrúnina, en það er eina skiptið sem ég hef komið á Látrabjarg. Á bak við var alltaf þessi upplifun að ég tilheyri ekki. Mér fannst ég oft svo rangur einhvern veginn. Ég hugsaði rangt, brást við rangt, fann til rangt. Eða það voru alla vega skilaboðin sem ég fékk frá umhverfi mínu. Þegar ég var 35 ára uppgötvaði ég að ég er einhverfur. Það er kominn áratugur síðan. Á þeim tíma hef ég verið að átta mig á því að ekkert við mig er í raun rangt, þó það sé öðruvísi. En þessi tilfinning að tilheyra ekki fer samt ekkert. Hún situr pikkföst og dúkkar enn upp við ákveðnar aðstæður.“ - Ármann Pálsson Einhverfupaunkið er hópur fullorðinna einhverfra einstaklinga sem berjast gegn fordómum og óréttlæti í garð einhverfra. Við, höfundar þessarar greinar, höfum öll upplifað mjög erfiða hluti þegar við höfum leitað hjálpar hjá heilbrigðiskerfinu. Margt er of sárt og persónulegt til að deila hér en okkur er gert mjög erfitt fyrir. Við þurfum að ýta á eftir því að okkur sé sinnt en passa að vera ekki of „aggressív“ og „frek“. Kerfið er að bregðast okkur og svona má þetta ekki halda áfram. Það verður að gera betur í geðheilbrigðisþjónustu fyrir einhverft fólk. Fordómar og neikvæðni í garð einhverfra eru veigamiklir þættir í hvers vegna einhverf eru í stóraukinni sjálfsvígshættu. Samkvæmt skýrslusem gerð var á vegum heilbrigðisráðuneytisins 2024, eru einhverf 9 sinnum líklegri til að deyja af völdum sjálfsvíga en önnur. Bresk samantekt rannsókna á sjálfsvígum einhverfra sýnir að: 66% einhverfra hafa íhugað sjálfsvíg 35% skipulagt eða gert tilraun til sjálfsvígs Sá hópur sem er í mestri sjálfsvígshættu eru einhverf sem ekki eru einnig með þroskahömlun og einhverfar konur Í bresku skýrslunni er ekki talað um einhverf kvár eða trans fólk, en við getum leitt líkum að því að staða þeirra sé síst betri. Samkvæmt sömu skýrslu eru helstu ástæður sjálfsvíga hjá einhverfum að einhverju leyti þær sömu og hjá óeinhverfum; geðrænn vandi, félagsleg einangrun og takmörkuð atvinnuþátttaka. Þó er talið að einhverfa auki á hættuna sem stafar af fyrrnefndum atriðum og sé áhættuþáttur í sjálfu sér, einkum sökum eftirfarandi: Möskun (að setja upp grímu). Þetta er ekki meðvituð blekking heldur eðlilegt viðbragð við neikvæðu viðmóti, ofbeldi og öðrum áföllum. Alexithymia (ólæsi á eigin tilfinningar). Það er að eiga oft erfitt með að bera kennsl á og nefna eigin tilfinningar. Síendurteknar hugsanir. Skortur á viðeigandi stuðningi. Fyrrnefnd skýrsla Heilbrigðisráðuneytisins ber heitið „Hvert á ég að leita?” sem er lýsandi heiti fyrir upplifun fullorðins einhverfs fólks af heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Því er lýst að einhverft fólk lendi gjarnan á milli stofnana vegna þess að það passar ekki rétt inn í strangt skilgreind hlutverk þeirra stofnana sem það leitar til. Einhverfum er endurtekið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu, oft án þess að vera vísað í önnur úrræði. Þetta er sérstaklega alvarlegt þar sem sjálfvígshugsanir einhverfra hverfast oft um að tilheyra ekki, og að upplifanir þeirra séu rangar. Þarna er kerfið að senda þeim nákvæmlega þau skilaboð. Við, sem skrifum þessa grein, erum öll einhverf. Flest okkar hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og sum okkar hafa reynt að kveðja þetta líf. Við erum samt þau heppnu. Við erum enn á lífi. “Í dag er geðheilsan mín í töluvert betri málum en hún var fyrir 10 árum síðan, en vegurinn að því hefur verið ansi brösóttur. Ég hef leitað til ýmissa stofnana eftir aðstoð með mjög misgóðum árangri og sumt var beinlínis skaðlegt. Það var svo ekki fyrr en ég áttaði mig á því að ég þyrfti bara að gera þetta sjálfur að eitthvað fór að gerast og ég fann svo úrræði sem hefur reynst mér afar vel. Það, ásamt því að komast í félagsskap einhverfra, er það sem hefur hjálpað mér hvað mest.” - Ármann Pálsson Fyrir hönd Einhverfupaunksins: Ármann Pálsson, tónsmiður Björg Torfadóttir, listmálari Sigrún Ósk, dansari og danskennari Sigurjón Már, ljósmyndari á filmur og pappír Halldóra Hafsteins, frístundaleiðbeinandi Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari og prjónahönnuður Mamiko Dís Ragnarsdóttir, meistaranemi í hljóðfærakennslu
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun