„kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. september 2025 10:19 Fundur um útlendingamál í Valhöll vakti athygli um helgina en auglýsingin fyrir fundinn vakti eiginlega meiri athygli vegna þess hve margar villur var að finna í texta hennar. Aðsend/Vísir/Vilhelm Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál hélt fund um útlendingamál í Valhöll um helgina. Hæðst hefur verið að auglýsingu fyrir fundinn vegna málfars- og stafsetningarvillna, þá sérstaklega að stafarunan „kkk“ sé í orðinu „klukkan“. Formaður félagsins segir um 115 manns hafa sótt fundinn og gagnrýnin sé rýr ef aðeins er hægt að setja út á stafsetningu. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur ýmsar vistarverur,“ skrifaði Egill Helgason í Facebook-færslu á föstudag og birti mynd af auglýsingu fyrir fundinn sem birtist sama dag í Morgunblaðinu. „Mér finnst stóra spurningin í þessu samhengi vera - hver erum „við“?“ skrifaði Egill síðan í ummælum við færsluna. Auglýsingin fyrir viðburðinn. „Trúir þú ekki að hér sé íslensk þjóð? Eru engar þjóðir eða bara ekki sú íslenska?“ svaraði Gunnar Jörgen Viggósson, sálfræðinemi, en fékk engin svör frá Agli. „Trúlega er átt við Sjálfstæðismenn. Þeir hafa greinilega enga trú á að aðfluttir muni kjósa flokkinn,“ svaraði Páll H. Hannesson í öðrum ummælum. Hugmyndin um að Íslendingar verði að minnihluta í eigin landi minnir um margt á sambærilega umræðu hægrimanna víða um heim, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Innan ysta hægrisins hefur rasíska samsæriskenningin „endurnýjunin mikla“ (e. The Great Replacement) fengið mikið pláss en hún gengur út á að verið sé að skipta hvítum íbúum fyrir hörundsdökka, sérstaklega múslima. Hallgrímur Jónasson spurði Egil hvort það væri ekki allt í lagi að fjalla um „þessi viðkvæmu og umdeildu“ mál. Taldi hann andúð Egils á Sjálfstæðisflokknum vera hjáróma í þessu samhengi: „Tveir af þremur ræðumönnum þarna hafa ekki þótt mjög hallir undir flokkinn. Þetta er akkúrat það sem er svo aumkunarvert í umræðu okkar Íslendinga um áríðandi þjóðfélagsmál.“ Jón B. G. Jónsson tók í svipaðan streng og spurði: „Er ekki mjög eðlilegt að ræða þessi mál? Mörgu fólki þykir vænt um okkar þjóð, tungu og menningu.“ „Er ekki eðlilegt að svona auglýsing sé rétt stafsett?“ spurði Sigurvald Ívar Helgason á móti. „Þetta heita víst freudískar nærbrækur“ Meira en 160 ummæli hafa verið skrifuð við færsluna, margir leggja orð í belg til að gagnrýna orðræðuna um útlendinga meðan aðrir svara Agli og segja umræðuna nauðsynlega. Stór hluti ummæla á þræðinum gengur þó út á gagnrýni á málfar og stafsetningu auglýsingarinnar. „Aðstandendur fundarins athugi, að fjölmargir „útlendingar“ hefðu ekki skrifað stórt S í „september“, haft lítið L í „laugardaginn“ og tvö N í „haldinn,“ auk þess sem þeir hefðu haft kommu á milli nafna og starfstitils,“ skrifaði Guðmundur Sigurðsson, organisti, við færsluna. Leiðréttingar Guðmundar á villum auglýsingarinnar hafa vakið mikla lukku. Fjöldi fólks svaraði Guðmundi til að bæta fleiri villum sem þau finna við upptalninguna. „KluKKKan. Þetta heita víst freudískar nærbrækur,“ skrifaði Hjörtur Bergþór Hjartarson, tónlistarkennari. Freudískar nærbuxur eða freudísk mismæli (e. freudian slip) lýsa því þegar maður mismælir sig en lætur glitta í ómeðvitaðan vilja sinn eða meiningu. Til frekari skýringar þá er KKK skammstöfun fyrir bandarísku nýnasistasamtökin Ku Klux Klan sem halda fram yfirburðum hvíta kynstofnsins. „Mjög gott að ræða málin í bergmálshelli - virðist vera mjög brýnt og nauðsynlegt,“ skrifaði Jasmina Vajzovic, stjórnmálafræðingur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og einn frummælenda á fundinum, lagði einnig orð í belg á þræðinum og sagðist hafa verið boðin á fundinn til að ræða þingmál sín sem tengdust útlendingamálum. Diljá Mist svarar Agli í ummælum á þræðinum.Vísir/Vilhelm „Hafði ekki séð fyrirsögnina fyrr en í auglýsingu og hún virðist ná tilætluðum árangri að fanga athygli. Spurningin býður upp á ýmiss konar skemmtilega (jafnvel heimspekilega) umræðu sem hefur m.a. vaknað hér á þræðinum um hverjir séu „við“,“ skrifaði hún í ummælum við færsluna. Hún segir að iðulega sé hægt að treysta á að á þráðum Egils megi finna annan enda hinnar umtöluðu skautunar. „Okkar allra umburðarlyndasta, víðsýnasta og kærleiksríkasta fólk að dreifa stimplum og upphrópunum og gera fólki upp skoðanir. Hvað ætli orðin nasisti og fasisti komi oft fyrir í umræðum á síðu Egils? Þetta fólk ætti endilega að mæta á sem flesta fundi til að hlusta og taka þátt í yfirveguðum umræðum augliti til auglits. Góðar stundir,“ skrifaði hún jafnframt. Umræðan hefur teygt sig víðar en Facebook, Hafsteinn Árnason, markaðsstjóri Víddar, furðaði sig á auglýsingunni á miðlinum X: „Ekki átti maður von á svona mörgum málfarsvillum úr Valhöll. 🧐 Getur hver sem er birt auglýsingar athugasemdalaust í nafni flokksins?“ Ákveðinn hópur þoli ekki að málin séu rædd „Það er náttúrulega alveg hræðilegt ef að það urðu einhverjar málfarsvillur í auglýsingunni,“ sagði Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, í samtali við blaðamann. Jón Kári er formaður félagsins sem hélt fundinn. Hann hafði sjálfur sent auglýsinguna á Morgunblaðið en ekki sett hana upp. Þá hafði hann ekki heyrt af gagnrýninni á miðlunum. „En hafa menn ekki meira kjöt á beinunum til þess að finna að fundinum en málfarsvillur í auglýsingu? Þá erum við á háréttri leið ef ekkert er hægt að finna að honum annað en það. Þá er illa fyrir þeim komið sem vilja amast við þessu umræðuefni,“ sagði hann jafnframt. Var fundurinn vel sóttur? „Eins vel sóttur og hægt var að búast við, það voru yfir hundrað manns,“ sagði Jón Kári. Mynduðust heitar umræður um þetta? „Nei, það voru ekkert sérstaklega heitar umræður, þær voru afskaplega málefnalegar,“ sagði hann og bætti við að von væri á upptöku af fundinum á netið. „Ég veit ekki hvað þú heyrir í samfélaginu en það eru talsverðar diskúsjónir meðal almennings um þessa hluti. Það er ákveðinn hópur í samfélaginu sem virðist ekki þola að það sé rætt.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Menning Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira
„Sjálfstæðisflokkurinn hefur ýmsar vistarverur,“ skrifaði Egill Helgason í Facebook-færslu á föstudag og birti mynd af auglýsingu fyrir fundinn sem birtist sama dag í Morgunblaðinu. „Mér finnst stóra spurningin í þessu samhengi vera - hver erum „við“?“ skrifaði Egill síðan í ummælum við færsluna. Auglýsingin fyrir viðburðinn. „Trúir þú ekki að hér sé íslensk þjóð? Eru engar þjóðir eða bara ekki sú íslenska?“ svaraði Gunnar Jörgen Viggósson, sálfræðinemi, en fékk engin svör frá Agli. „Trúlega er átt við Sjálfstæðismenn. Þeir hafa greinilega enga trú á að aðfluttir muni kjósa flokkinn,“ svaraði Páll H. Hannesson í öðrum ummælum. Hugmyndin um að Íslendingar verði að minnihluta í eigin landi minnir um margt á sambærilega umræðu hægrimanna víða um heim, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Innan ysta hægrisins hefur rasíska samsæriskenningin „endurnýjunin mikla“ (e. The Great Replacement) fengið mikið pláss en hún gengur út á að verið sé að skipta hvítum íbúum fyrir hörundsdökka, sérstaklega múslima. Hallgrímur Jónasson spurði Egil hvort það væri ekki allt í lagi að fjalla um „þessi viðkvæmu og umdeildu“ mál. Taldi hann andúð Egils á Sjálfstæðisflokknum vera hjáróma í þessu samhengi: „Tveir af þremur ræðumönnum þarna hafa ekki þótt mjög hallir undir flokkinn. Þetta er akkúrat það sem er svo aumkunarvert í umræðu okkar Íslendinga um áríðandi þjóðfélagsmál.“ Jón B. G. Jónsson tók í svipaðan streng og spurði: „Er ekki mjög eðlilegt að ræða þessi mál? Mörgu fólki þykir vænt um okkar þjóð, tungu og menningu.“ „Er ekki eðlilegt að svona auglýsing sé rétt stafsett?“ spurði Sigurvald Ívar Helgason á móti. „Þetta heita víst freudískar nærbrækur“ Meira en 160 ummæli hafa verið skrifuð við færsluna, margir leggja orð í belg til að gagnrýna orðræðuna um útlendinga meðan aðrir svara Agli og segja umræðuna nauðsynlega. Stór hluti ummæla á þræðinum gengur þó út á gagnrýni á málfar og stafsetningu auglýsingarinnar. „Aðstandendur fundarins athugi, að fjölmargir „útlendingar“ hefðu ekki skrifað stórt S í „september“, haft lítið L í „laugardaginn“ og tvö N í „haldinn,“ auk þess sem þeir hefðu haft kommu á milli nafna og starfstitils,“ skrifaði Guðmundur Sigurðsson, organisti, við færsluna. Leiðréttingar Guðmundar á villum auglýsingarinnar hafa vakið mikla lukku. Fjöldi fólks svaraði Guðmundi til að bæta fleiri villum sem þau finna við upptalninguna. „KluKKKan. Þetta heita víst freudískar nærbrækur,“ skrifaði Hjörtur Bergþór Hjartarson, tónlistarkennari. Freudískar nærbuxur eða freudísk mismæli (e. freudian slip) lýsa því þegar maður mismælir sig en lætur glitta í ómeðvitaðan vilja sinn eða meiningu. Til frekari skýringar þá er KKK skammstöfun fyrir bandarísku nýnasistasamtökin Ku Klux Klan sem halda fram yfirburðum hvíta kynstofnsins. „Mjög gott að ræða málin í bergmálshelli - virðist vera mjög brýnt og nauðsynlegt,“ skrifaði Jasmina Vajzovic, stjórnmálafræðingur. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður og einn frummælenda á fundinum, lagði einnig orð í belg á þræðinum og sagðist hafa verið boðin á fundinn til að ræða þingmál sín sem tengdust útlendingamálum. Diljá Mist svarar Agli í ummælum á þræðinum.Vísir/Vilhelm „Hafði ekki séð fyrirsögnina fyrr en í auglýsingu og hún virðist ná tilætluðum árangri að fanga athygli. Spurningin býður upp á ýmiss konar skemmtilega (jafnvel heimspekilega) umræðu sem hefur m.a. vaknað hér á þræðinum um hverjir séu „við“,“ skrifaði hún í ummælum við færsluna. Hún segir að iðulega sé hægt að treysta á að á þráðum Egils megi finna annan enda hinnar umtöluðu skautunar. „Okkar allra umburðarlyndasta, víðsýnasta og kærleiksríkasta fólk að dreifa stimplum og upphrópunum og gera fólki upp skoðanir. Hvað ætli orðin nasisti og fasisti komi oft fyrir í umræðum á síðu Egils? Þetta fólk ætti endilega að mæta á sem flesta fundi til að hlusta og taka þátt í yfirveguðum umræðum augliti til auglits. Góðar stundir,“ skrifaði hún jafnframt. Umræðan hefur teygt sig víðar en Facebook, Hafsteinn Árnason, markaðsstjóri Víddar, furðaði sig á auglýsingunni á miðlinum X: „Ekki átti maður von á svona mörgum málfarsvillum úr Valhöll. 🧐 Getur hver sem er birt auglýsingar athugasemdalaust í nafni flokksins?“ Ákveðinn hópur þoli ekki að málin séu rædd „Það er náttúrulega alveg hræðilegt ef að það urðu einhverjar málfarsvillur í auglýsingunni,“ sagði Jón Kári Jónsson, formaður Félags sjálfstæðismanna um fullveldismál, í samtali við blaðamann. Jón Kári er formaður félagsins sem hélt fundinn. Hann hafði sjálfur sent auglýsinguna á Morgunblaðið en ekki sett hana upp. Þá hafði hann ekki heyrt af gagnrýninni á miðlunum. „En hafa menn ekki meira kjöt á beinunum til þess að finna að fundinum en málfarsvillur í auglýsingu? Þá erum við á háréttri leið ef ekkert er hægt að finna að honum annað en það. Þá er illa fyrir þeim komið sem vilja amast við þessu umræðuefni,“ sagði hann jafnframt. Var fundurinn vel sóttur? „Eins vel sóttur og hægt var að búast við, það voru yfir hundrað manns,“ sagði Jón Kári. Mynduðust heitar umræður um þetta? „Nei, það voru ekkert sérstaklega heitar umræður, þær voru afskaplega málefnalegar,“ sagði hann og bætti við að von væri á upptöku af fundinum á netið. „Ég veit ekki hvað þú heyrir í samfélaginu en það eru talsverðar diskúsjónir meðal almennings um þessa hluti. Það er ákveðinn hópur í samfélaginu sem virðist ekki þola að það sé rætt.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfélagsmiðlar Menning Mest lesið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Sjá meira