Banna dróna yfir Danmörku Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2025 14:02 Þýsk freigáta er komin að bryggju í Kaupmannahöfn en hana á að nota til að vakta loftin yfir borginni á komandi dögum. EPA/EMIL NICOLAI HELMS Yfirvöld í Danmörku hafa tekið þá ákvörðun að banna almenningi að fljúga drónum yfir landinu. Bannið mun taka gildi á morgun og standa yfir út föstudaginn næstkomandi. Næsta fimmtudag fer fram óformlegur leiðtogafundur Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn og er það sagt spila stóra rullu í sú ákvörðun hafi verið tekin að banna drónaflug, samkvæmt frétt DR. Hún var einnig tekin vegna þess að drónar þykja hafa sést víða yfir dönskum flugvöllum og herstöðvum á undanförnum dögum, sem valdið hefur töluverðri óreiðu þar í landi. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur sagði frá því í morgun að drónar hefðu sést yfir nokkrum herstöðvum í nótt og að auka ætti viðbúnað. Thomas Danielsen, samgönguráðherra, sagði samkvæmt DR að drónalætin síðustu daga hefðu ekki farið fram hjá neinum en banninu væri ætlað að auðvelda störf lögreglu í aðdraganda fundarins. Svo auðveldara verði að tryggja öryggi á fundinum. Engar undanþágur eru í boði fyrir þá sem eru að halda brúðkaup eða annarskonar veislur. Aðilar sem eiga viðskiptalegra hagsmuna að gæta gætu fengið undanþágu, ef drónaflugið þykir samfélagslega mikilvægt. Mikill viðbúnaður í Kaupmannahöfn Mikill viðbúnaður eru í Kaupmannahöfn þessa dagana, vegna áðurnefndra drónaláta. Danskir ráðamenn hafa rifjað upp fyrir íbúum að allir eigi að hafa svokallaðan „viðlagakassa“ ef eitthvað skyldi koma upp á. Hann eigi að innihalda ýmsar nauðsynjar í áföllum. Þjóðverjar hafa sent freigátu til borgarinnar og stendur einnig til að NATO auki eftirlit á Eystrasalti á komandi dögum. Freigátuna á að nota til að vakta loftin yfir Kaupmannahöfn á meðan á fundinum stendur í vikunni. Drónarnir yfir Danmörku koma á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér. Danmörk Evrópusambandið NATO Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira
Næsta fimmtudag fer fram óformlegur leiðtogafundur Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn og er það sagt spila stóra rullu í sú ákvörðun hafi verið tekin að banna drónaflug, samkvæmt frétt DR. Hún var einnig tekin vegna þess að drónar þykja hafa sést víða yfir dönskum flugvöllum og herstöðvum á undanförnum dögum, sem valdið hefur töluverðri óreiðu þar í landi. Varnarmálaráðuneyti Danmerkur sagði frá því í morgun að drónar hefðu sést yfir nokkrum herstöðvum í nótt og að auka ætti viðbúnað. Thomas Danielsen, samgönguráðherra, sagði samkvæmt DR að drónalætin síðustu daga hefðu ekki farið fram hjá neinum en banninu væri ætlað að auðvelda störf lögreglu í aðdraganda fundarins. Svo auðveldara verði að tryggja öryggi á fundinum. Engar undanþágur eru í boði fyrir þá sem eru að halda brúðkaup eða annarskonar veislur. Aðilar sem eiga viðskiptalegra hagsmuna að gæta gætu fengið undanþágu, ef drónaflugið þykir samfélagslega mikilvægt. Mikill viðbúnaður í Kaupmannahöfn Mikill viðbúnaður eru í Kaupmannahöfn þessa dagana, vegna áðurnefndra drónaláta. Danskir ráðamenn hafa rifjað upp fyrir íbúum að allir eigi að hafa svokallaðan „viðlagakassa“ ef eitthvað skyldi koma upp á. Hann eigi að innihalda ýmsar nauðsynjar í áföllum. Þjóðverjar hafa sent freigátu til borgarinnar og stendur einnig til að NATO auki eftirlit á Eystrasalti á komandi dögum. Freigátuna á að nota til að vakta loftin yfir Kaupmannahöfn á meðan á fundinum stendur í vikunni. Drónarnir yfir Danmörku koma á hælana á því að 21 rússneskum dróna var flogið inn í lofthelgi Póllands og þremur rússneskum herþotum var flogið inn í lofthelgi Eistlands. Aðkoma Rússa að drónunum yfir Danmörku hefur ekki verið staðfest en spjótin hafa beinst að þeim. Ráðamenn í Moskvu þvertaka fyrir að hafa gert nokkuð af sér.
Danmörk Evrópusambandið NATO Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Sjá meira