Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Rafn Ágúst Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 27. september 2025 13:52 Vegurinn fór í sundur á fimmtíu metra kafla. Vegagerðin Mjög vel hefur gengið að lagfæra skemmdir á varnargörðum og Hringveginum vestan Jökulsár í Lóni og reiknar Vegagerðin með því að hægt verði að hleypa umferð á veginn klukkan 17:00 síðdegis í dag ef ekkert óvænt kemur upp á. Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn fór í sundur í gær á 50 metra kafla vegna gífurlegar vatnavaxta sem fylgdu fyrstu haustlægðinni sem gekk yfir í gær. Varnargarðurinn við veginn fór einnig í sundur á um 100 metra kafla og var hringveginum lokað frá Höfn í Hornafirði og að Djúpavogi. Allt á fullu Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að klukkan fimm í dag verði þeim bílum sem eru á staðnum hleypt yfir í fylgd en unnið áfram til klukkan sjö til að ganga frá bráðabirgðaviðgerð þannig að umferðin geti farið um veginn. Vegurinn verður alveg opinn frá og með klukkan sjö Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið og að allt sé á fullu. „Hér eru alveg allir verktakar af okkar svæði eru hér á fullu og fullt af gröfum og vörubílum og búkollum og alls konar tæki og tól,“ segir hann. Vegurinn fór einnig í sundur á svipuðum slóðum síðast vetur vegna vatnavaxta. Til stóð að bæta varnargarðinn á umræddum slóðum en ekki var ráðist í það. Gauti segir að nú verði varnargarðurinn loks bættur. Vinnu haldið áfram á morgun Er hægt að segja eitthvað hvernig viðbætur er um að ræða? „Nei, það verður bara að koma í ljós en við erum að bæta við og lengja þennan garð allavega til að byrja með, því það er spáð aftur úrkomu á mánudaginn,“ segir Gauti. Enn sé töluvert af vatni í ánni þó það sé mikið gengið niður. „Það er bara vinnufriður, fallegt veður eins og er alltaf hér í Lóni og þurrt og gott veður,“ sagði Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi. Á morgun verður vinnu haldið áfram og því má búast við að tafir geti orðið samkvæmt Vegagerðinni. Umferðin ætti þó að mestu að ganga greitt fyrir sig um það sem þá verður vinnusvæði. Vatnið í Jökulsánni sjatnaði töluvert hratt i nótt og í morgun þannig að aðstæður til að athafna sig á staðnum voru betri en búast mátti við, að sögn Vegagerðarinnar. Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn fór í sundur í gær á 50 metra kafla vegna gífurlegar vatnavaxta sem fylgdu fyrstu haustlægðinni sem gekk yfir í gær. Varnargarðurinn við veginn fór einnig í sundur á um 100 metra kafla og var hringveginum lokað frá Höfn í Hornafirði og að Djúpavogi. Allt á fullu Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að klukkan fimm í dag verði þeim bílum sem eru á staðnum hleypt yfir í fylgd en unnið áfram til klukkan sjö til að ganga frá bráðabirgðaviðgerð þannig að umferðin geti farið um veginn. Vegurinn verður alveg opinn frá og með klukkan sjö Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi, segir í samtali við fréttastofu að vel hafi gengið og að allt sé á fullu. „Hér eru alveg allir verktakar af okkar svæði eru hér á fullu og fullt af gröfum og vörubílum og búkollum og alls konar tæki og tól,“ segir hann. Vegurinn fór einnig í sundur á svipuðum slóðum síðast vetur vegna vatnavaxta. Til stóð að bæta varnargarðinn á umræddum slóðum en ekki var ráðist í það. Gauti segir að nú verði varnargarðurinn loks bættur. Vinnu haldið áfram á morgun Er hægt að segja eitthvað hvernig viðbætur er um að ræða? „Nei, það verður bara að koma í ljós en við erum að bæta við og lengja þennan garð allavega til að byrja með, því það er spáð aftur úrkomu á mánudaginn,“ segir Gauti. Enn sé töluvert af vatni í ánni þó það sé mikið gengið niður. „Það er bara vinnufriður, fallegt veður eins og er alltaf hér í Lóni og þurrt og gott veður,“ sagði Gauti Árnason, verkstjóri Vegagerðarinnar á vettvangi. Á morgun verður vinnu haldið áfram og því má búast við að tafir geti orðið samkvæmt Vegagerðinni. Umferðin ætti þó að mestu að ganga greitt fyrir sig um það sem þá verður vinnusvæði. Vatnið í Jökulsánni sjatnaði töluvert hratt i nótt og í morgun þannig að aðstæður til að athafna sig á staðnum voru betri en búast mátti við, að sögn Vegagerðarinnar.
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Veður Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira