Erlent

Loft­helgi aftur lokað í Ála­borg vegna drónaflugs

Lovísa Arnardóttir skrifar
Lofthelgi flugvallarins var lokað í um klukkustund í kvöld.
Lofthelgi flugvallarins var lokað í um klukkustund í kvöld. Vísir/EPA

Lofthelgi yfir flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug yfir flugvellinum. Lofthelgi var lokað yfir Álaborg og víðar í Danmörku í gær. Lofthelgin hefur verið opnuð aftur eftir um klukkutímalokun.

Haft er eftir lögreglumanni á danska miðlinum TV2 að lögreglan hafi séð eitthvað sem þau töldu dróna en ekkert hafi fundist við frekari rannsóknir. Því hafi lofthelgi flugvallarins verið opnuð á ný. 

Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ávarpaði dönsku þjóðina í kvöld og sagði þessi drónaflug „fljótandi stríð“.

Fjallað var um drónaflugin í kvöldfréttum Sýnar fyrr í kvöld. Stjórnvöld í Danmörku segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaógn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×