Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2025 15:01 Donald Trump með Gianni Infantino sem er forseti FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins. Það er UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, sem nú íhugar að setja Ísrael í algjört bann. Getty/Richard Sellers Framkvæmdastjórn UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, mun funda um það í næstu viku hvort að Ísrael verði sett í bann frá öllum keppnum á vegum sambandsins. Bandarísk stjórnvöld eru alfarið á móti banni. Eins og fjallað var um fyrr í þessari viku íhuga ráðamenn hjá UEFA að setja ísraelsk lið í bann frá alþjóðlegri keppni, vegna stríðsins á Gasa. Samkvæmt ísraelskum miðlum átti mögulega að fara fram atkvæðagreiðsla um þetta síðasta þriðjudag en forráðamenn ísraelska knattspyrnusambandsins róið að því öllum árum að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Breska blaðið The Times segir í dag að UEFA muni funda í næstu viku og að mikill meirihluti sé fyrir því innan framkvæmdastjórnarinnar að setja Ísraela í bann. Það gerist í kjölfar þess að nefnt á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði Ísrael stunda þjóðarmorð. Exclusive: UEFA set to take decision next week on suspending Israel - with large majority of executive committee and federations understood to be in favour of a ban. https://t.co/Qm7JPPHzfX— Martyn Ziegler (@martynziegler) September 25, 2025 Annar breskur miðill, Sky Sports, segir aftur á móti að Donald Trump Bandaríkjaforseti, og hans fólk, vinni að því að koma í veg fyrir bann. Hann vilji sjá Ísrael eiga möguleika á að komast á HM karla í Bandaríkjunu, Mexíkó og Kanada næsta sumar, en Ísrael er í baráttu við Ítalíu og Noreg í sínum riðli í undankeppninni. „Við munum klárlega reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til þess að banna ísraelska landsliðinu að fara á HM,“ er haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Frá árinu 2023 hafa engir leikir á vegum UEFA farið fram í Ísrael en ísraelsk landslið og félagslið hafa hins vegar haldið sæti sínu í öllum keppnum, öfugt við Rússa eftir innrásina í Úkraínu. Ísraelsku liðin hafa hins vegar neyðst til að spila heimaleiki sína utan Ísraels, oft í Ungverjalandi. Næsti áætlaði landsleikur Ísraels er í Noregi 11. október. Norska knattspyrnusambandið hefur sagt að allur ágóði af miðasölu muni renna til Lækna án landamæra vegna vinnu þeirra á Gasa. HM 2026 í fótbolta Fótbolti UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
Eins og fjallað var um fyrr í þessari viku íhuga ráðamenn hjá UEFA að setja ísraelsk lið í bann frá alþjóðlegri keppni, vegna stríðsins á Gasa. Samkvæmt ísraelskum miðlum átti mögulega að fara fram atkvæðagreiðsla um þetta síðasta þriðjudag en forráðamenn ísraelska knattspyrnusambandsins róið að því öllum árum að koma í veg fyrir slíka atkvæðagreiðslu. Breska blaðið The Times segir í dag að UEFA muni funda í næstu viku og að mikill meirihluti sé fyrir því innan framkvæmdastjórnarinnar að setja Ísraela í bann. Það gerist í kjölfar þess að nefnt á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði Ísrael stunda þjóðarmorð. Exclusive: UEFA set to take decision next week on suspending Israel - with large majority of executive committee and federations understood to be in favour of a ban. https://t.co/Qm7JPPHzfX— Martyn Ziegler (@martynziegler) September 25, 2025 Annar breskur miðill, Sky Sports, segir aftur á móti að Donald Trump Bandaríkjaforseti, og hans fólk, vinni að því að koma í veg fyrir bann. Hann vilji sjá Ísrael eiga möguleika á að komast á HM karla í Bandaríkjunu, Mexíkó og Kanada næsta sumar, en Ísrael er í baráttu við Ítalíu og Noreg í sínum riðli í undankeppninni. „Við munum klárlega reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til þess að banna ísraelska landsliðinu að fara á HM,“ er haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins. Frá árinu 2023 hafa engir leikir á vegum UEFA farið fram í Ísrael en ísraelsk landslið og félagslið hafa hins vegar haldið sæti sínu í öllum keppnum, öfugt við Rússa eftir innrásina í Úkraínu. Ísraelsku liðin hafa hins vegar neyðst til að spila heimaleiki sína utan Ísraels, oft í Ungverjalandi. Næsti áætlaði landsleikur Ísraels er í Noregi 11. október. Norska knattspyrnusambandið hefur sagt að allur ágóði af miðasölu muni renna til Lækna án landamæra vegna vinnu þeirra á Gasa.
HM 2026 í fótbolta Fótbolti UEFA Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira