Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2025 10:33 Luke Donald á opnunarhátíð Ryder-bikarsins. epa/Luke Donald Luke Donald, fyrirliði evrópska liðsins, skaut á bandaríska liðið á opnunarhátíð Ryder-bikarsins í golfi. Talsvert hefur verið rætt um launin sem Bandaríkjamenn fá fyrir að keppa í Ryder-bikarnum. „Við erum drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt,“ sagði Donald á opnunarhátíðinni í gær. Ryder-bikarinn hefst á föstudaginn og lýkur á laugardaginn. Mikið hefur verið rætt og ritað um launin sem leikmenn bandaríska liðsins fá fyrir að taka þátt í Ryder-bikarnum. Allir tólf kylfingarnir í bandaríska liðinu, auk fyrirliðans Keegans Bradley, fá fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala fyrir að keppa í Ryder-bikarnum en þar af fara þrjú hundruð þúsund af þeirri upphæð til góðgerðamála. Nokkrir leikmenn Bandaríkjanna hafa tilkynnt að þeir ætli að gefa öll launin sem þeir fá til góðgerðamála en Donald nýtti samt tækifærið í gær og baunaði á bandaríska liðið. „Ryder-bikarinn snýst ekki um verðlaunafé eða stig á heimslistanum. Þetta snýst um stolt,“ sagði Donald sem var einnig fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum. Evrópska liðið vann þá sigur á Ítalíu. Evrópa hefur unnið tíu af síðustu fjórtán Ryder-titlum og freista þess nú að vinna titilinn í fimmta sinn á bandarískri grundu. Ryder-bikarinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 föstudag, laugardag og sunnudag. Hér má sjá lista yfir allar beinar útsendingar á íþróttarásum Sýnar. Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. 24. september 2025 22:32 Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. 24. september 2025 12:30 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
„Við erum drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt,“ sagði Donald á opnunarhátíðinni í gær. Ryder-bikarinn hefst á föstudaginn og lýkur á laugardaginn. Mikið hefur verið rætt og ritað um launin sem leikmenn bandaríska liðsins fá fyrir að taka þátt í Ryder-bikarnum. Allir tólf kylfingarnir í bandaríska liðinu, auk fyrirliðans Keegans Bradley, fá fimm hundruð þúsund Bandaríkjadala fyrir að keppa í Ryder-bikarnum en þar af fara þrjú hundruð þúsund af þeirri upphæð til góðgerðamála. Nokkrir leikmenn Bandaríkjanna hafa tilkynnt að þeir ætli að gefa öll launin sem þeir fá til góðgerðamála en Donald nýtti samt tækifærið í gær og baunaði á bandaríska liðið. „Ryder-bikarinn snýst ekki um verðlaunafé eða stig á heimslistanum. Þetta snýst um stolt,“ sagði Donald sem var einnig fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum fyrir tveimur árum. Evrópska liðið vann þá sigur á Ítalíu. Evrópa hefur unnið tíu af síðustu fjórtán Ryder-titlum og freista þess nú að vinna titilinn í fimmta sinn á bandarískri grundu. Ryder-bikarinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 föstudag, laugardag og sunnudag. Hér má sjá lista yfir allar beinar útsendingar á íþróttarásum Sýnar.
Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. 24. september 2025 22:32 Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. 24. september 2025 12:30 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Fyrrum hlaupstjarna ákærð fyrir morð Sport Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Justin Rose viðurkennir að hafa orðið stjörnustjarfur þegar hann hitti óvænt fyrrum fótboltamanninn og kerrubílstjórann Gianfranco Zola á æfingu fyrir Ryder bikarinn. 24. september 2025 22:32
Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Áhorfendur þóttu fara yfir strikið í niðrandi köllum sínum síðast þegar Ryder-bikarinn fór fram í Bandaríkjunum en búist er við því að nú verði aftur allt reynt til þess að slá Evrópubúa út af laginu. 24. september 2025 12:30