Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar 25. september 2025 09:02 Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum. Þetta er meðvituð aðferð, sérstaklega gerð til þess að toga ungmenni inn í heim veðmála þar sem raunverulegir peningar umbreytast í sýndarmynt sem gerir það auðveldara að gleyma hvað er í húfi. Börn veðja fyrir hundruð milljóna króna Á málþingi íþróttahreyfingarinnar, sem haldið var í vor, kom fram hjá fulltrúa Íslandsbanka að velta á kortum íslenskra barna á veðmálasíðum fimmfaldaðist hjá þeim á milli áranna 2023-2024. Í því ljósi ákvað bankinn að bregðast við með því að loka á viðskipti barna við veðmálasíður og fjárhættuspil. Þetta var einföld en árangursrík aðgerð. Ef bankinn hefði setið aðgerðalaus hjá, mætti gera ráð fyrir því að árið 2025 hefðu börn undir 18 ára verið að stunda veðmál fyrir um 250 milljónir króna hjá þessum eina banka. Að teknu tilliti til markaðshlutdeildar má leiða út að heildarfjárhæðin hefði getað orðið 750–800 milljónir íslenskra króna. Þessar tölur eru sláandi, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýna að snemmbúin kynni barna af fjárhættuspilum auka verulega líkur á fíkn, þunglyndi og félagslegum vandamálum. Það er hægt að bregðast við Þetta sýnir að þegar viljinn er fyrir hendi er hægt að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum veðmálum. Það er þvert á það sem margir hafa haldið fram: Að „ekki sé hægt að stöðva ólöglega starfsemi á netinu.“ Dæmið sýnir að með markvissum inngripum er alveg hægt að loka á rásir sem annars væru notaðar af börnum. Auðvitað er þetta aðeins eitt skref. Netið er alþjóðlegt og á hverjum degi spretta upp nýjar síður sem sniðganga reglur. En þetta skref virkaði. Stóra spurningin sem eftir stendur er: Ef hægt er að loka á veðmál barna með tiltölulega einföldum hætti, hvers vegna er þá ekki gripið til samskonar aðgerða gegn ólöglegri veðmála- og fjárhættuspilastarfsemi almennt? Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum Fjárhættuspil eru nefnilega ekki bara skaðleg þegar börn eiga í hlut, heldur líka fyrir fullorðið fólk. Það er eitt að geta tekið þátt í getraunaleikjum þar sem takmarkanir eru settar í þágu velferðar þátttakanda. Rannsóknir hafa sýnt að slík verðmál séu ekki ávanabindandi. Aftur á móti er ótakmarkað aðgengi að íþróttaveðmálum og fjárhættuspilum, m.a. í svokölluðum "Online Casino", verulega ávanabindandi. Það er þessi veðmálastarfsemi sem veldur fjölda fólks fjárhagsvanda, kvíða, þunglyndi og fjölskylduerfiðleikum. Um veðmálastarfsemi gilda sérstök lög og reglur á Íslandi. Með þeim var tekin ákvörðun um að takmarka aðgengi og útbreiðslu slíkrar starfsemi og um leið er kveðið á um eftirlit sem slík starfsemi lýtur. Ólöglegar veðmálasíður eru sérlega varasamar þar sem þær lúta engri ábyrgð eða eftirliti eins og gildir um þá aðila sem starfsleyfi hafa hér á landi samkvæmt lögum. Þess vegna er mikilvægt að íslenskum lögum sé fylgt eftir og að lokað verði á allar ólöglegar veðmálasíður á Íslandi, ekki aðeins þær sem beinast að börnum. Sérstaklega er þó mikilvægt þegar börn eiga í hlut að samfélagið bregðist hratt og ákveðið við. Því hvet ég þær fjármálastofnanir sem ekki hafa gripið til framangreindra aðgerða að huga að því strax. Jafnframt ættu stjórnvöld og eftirlitsaðilar að taka höndum saman og framfylgja þeim samfélagssáttmála sem fram kemur í lögum og loka á ólöglega starfsemi. Höfundur er formaður UMFÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Börn og uppeldi Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur veðmálastarfsemi barna tekið á sig nýja og hættulega mynd. Internetið býður upp á óheftan aðgang að fjölmörgum fjárhættuspilasíðum sem auglýsa sig eins og tölvuleiki, með litríku viðmóti, stigakerfum og bónusum sem margfaldast líkt og í spilum. Þetta er meðvituð aðferð, sérstaklega gerð til þess að toga ungmenni inn í heim veðmála þar sem raunverulegir peningar umbreytast í sýndarmynt sem gerir það auðveldara að gleyma hvað er í húfi. Börn veðja fyrir hundruð milljóna króna Á málþingi íþróttahreyfingarinnar, sem haldið var í vor, kom fram hjá fulltrúa Íslandsbanka að velta á kortum íslenskra barna á veðmálasíðum fimmfaldaðist hjá þeim á milli áranna 2023-2024. Í því ljósi ákvað bankinn að bregðast við með því að loka á viðskipti barna við veðmálasíður og fjárhættuspil. Þetta var einföld en árangursrík aðgerð. Ef bankinn hefði setið aðgerðalaus hjá, mætti gera ráð fyrir því að árið 2025 hefðu börn undir 18 ára verið að stunda veðmál fyrir um 250 milljónir króna hjá þessum eina banka. Að teknu tilliti til markaðshlutdeildar má leiða út að heildarfjárhæðin hefði getað orðið 750–800 milljónir íslenskra króna. Þessar tölur eru sláandi, ekki síst í ljósi þess að rannsóknir sýna að snemmbúin kynni barna af fjárhættuspilum auka verulega líkur á fíkn, þunglyndi og félagslegum vandamálum. Það er hægt að bregðast við Þetta sýnir að þegar viljinn er fyrir hendi er hægt að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum veðmálum. Það er þvert á það sem margir hafa haldið fram: Að „ekki sé hægt að stöðva ólöglega starfsemi á netinu.“ Dæmið sýnir að með markvissum inngripum er alveg hægt að loka á rásir sem annars væru notaðar af börnum. Auðvitað er þetta aðeins eitt skref. Netið er alþjóðlegt og á hverjum degi spretta upp nýjar síður sem sniðganga reglur. En þetta skref virkaði. Stóra spurningin sem eftir stendur er: Ef hægt er að loka á veðmál barna með tiltölulega einföldum hætti, hvers vegna er þá ekki gripið til samskonar aðgerða gegn ólöglegri veðmála- og fjárhættuspilastarfsemi almennt? Stjórnvöld eiga að framfylgja lögum Fjárhættuspil eru nefnilega ekki bara skaðleg þegar börn eiga í hlut, heldur líka fyrir fullorðið fólk. Það er eitt að geta tekið þátt í getraunaleikjum þar sem takmarkanir eru settar í þágu velferðar þátttakanda. Rannsóknir hafa sýnt að slík verðmál séu ekki ávanabindandi. Aftur á móti er ótakmarkað aðgengi að íþróttaveðmálum og fjárhættuspilum, m.a. í svokölluðum "Online Casino", verulega ávanabindandi. Það er þessi veðmálastarfsemi sem veldur fjölda fólks fjárhagsvanda, kvíða, þunglyndi og fjölskylduerfiðleikum. Um veðmálastarfsemi gilda sérstök lög og reglur á Íslandi. Með þeim var tekin ákvörðun um að takmarka aðgengi og útbreiðslu slíkrar starfsemi og um leið er kveðið á um eftirlit sem slík starfsemi lýtur. Ólöglegar veðmálasíður eru sérlega varasamar þar sem þær lúta engri ábyrgð eða eftirliti eins og gildir um þá aðila sem starfsleyfi hafa hér á landi samkvæmt lögum. Þess vegna er mikilvægt að íslenskum lögum sé fylgt eftir og að lokað verði á allar ólöglegar veðmálasíður á Íslandi, ekki aðeins þær sem beinast að börnum. Sérstaklega er þó mikilvægt þegar börn eiga í hlut að samfélagið bregðist hratt og ákveðið við. Því hvet ég þær fjármálastofnanir sem ekki hafa gripið til framangreindra aðgerða að huga að því strax. Jafnframt ættu stjórnvöld og eftirlitsaðilar að taka höndum saman og framfylgja þeim samfélagssáttmála sem fram kemur í lögum og loka á ólöglega starfsemi. Höfundur er formaður UMFÍ.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar