Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar 24. september 2025 17:01 Í aldaraðir hafa hampur og kannabis verið hluti af lífi mannsins – notað meðal annars til lækninga, næringar, textílframleiðslu og í byggingariðnaði. Þessi planta hefur þjónað okkur í gegnum aldirnar en á Íslandi er umræða um enn hana sveipuð fáfræði og fordómum. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að því að viðurkenna lækningamátt kannabis. Í mörgum löndum er lækningakannabis notað á ábyrgan hátt til að lina sársauka, vinna gegn ógleði og bæta lífsgæði fólks sem glímir við erfið veikindi og einkenni. Ég lærði og sá hvernig plantan líknaði þegar hefðbundin úrræði dugðu skammt. Kannabis var það eina sem sló á ógleði og vanlíðan af völdum krabbameinsmeðferða í tilfelli Stefáns Karls heitins og ótal krabbameinssjúklingar á Íslandi hafa sömu sögu að segja. Þetta eru ekki sögur úr fjarlægum heimi heldur raunveruleg reynsla fólks hér á landi sem er að nota kannabis með frábærum árangri við allskyns kvillum. Lyklarnir í líkamanum Við vitum líka nú að líkaminn sjálfur býr yfir endókannabíóðakerfi. Þetta innbyggða kerfi er ekki tilviljun heldur hluti af starfsemi allra spendýra. Það er eins og líkaminn sé með lykil að plöntunni, og spurningin er einföld: viljum við læra að nýta þennan lykil af ábyrgð og þekkingu, eða halda áfram að loka augunum fyrir því sem vísindin sýna? Umræðan hér á landi hefur lengi verið föst í gamaldags hugmyndum um að allt sem tengist kannabis sé neysla eða flótti. En það er kominn tími til að breyta orðræðunni. Kannabis getur verið kennari, jafnvægisgjafi og heilari. Það er verkefni okkar að nálgast plöntuna af umhyggju og forvitni í stað hræðslu og fordóma. Það er ljóst að við þurfum að ræða málin opinskátt – ekki aðeins í lagalegu eða stjórnmálalegu samhengi heldur líka útfrá þeim einstaklingunum sem þurfa á plöntunni að halda og verða að öðlast frelsi til að velja eigin lækningaleiðir án þess að eiga það á hættu að vera sakfellt fyrir sjálfsbjörgina í afturhaldssömu lagaumhverfi. Í byrjun október verður haldin ráðstefna í Reykjavík, Hemp4Future, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar ræða allt sem viðkemur iðnaðarhampi og lækningakannabis. Ráðstefnan er öllum opin enda er hún mikilvægt skref í átt að upplýstri umræðu um hvernig við sem samfélag getum nálgast hamp og kannabis á vitiborinn hátt – án skuggans sem hingað til hefur hvílt yfir plöntunni á Íslandi. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Í aldaraðir hafa hampur og kannabis verið hluti af lífi mannsins – notað meðal annars til lækninga, næringar, textílframleiðslu og í byggingariðnaði. Þessi planta hefur þjónað okkur í gegnum aldirnar en á Íslandi er umræða um enn hana sveipuð fáfræði og fordómum. Við erum langt á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að því að viðurkenna lækningamátt kannabis. Í mörgum löndum er lækningakannabis notað á ábyrgan hátt til að lina sársauka, vinna gegn ógleði og bæta lífsgæði fólks sem glímir við erfið veikindi og einkenni. Ég lærði og sá hvernig plantan líknaði þegar hefðbundin úrræði dugðu skammt. Kannabis var það eina sem sló á ógleði og vanlíðan af völdum krabbameinsmeðferða í tilfelli Stefáns Karls heitins og ótal krabbameinssjúklingar á Íslandi hafa sömu sögu að segja. Þetta eru ekki sögur úr fjarlægum heimi heldur raunveruleg reynsla fólks hér á landi sem er að nota kannabis með frábærum árangri við allskyns kvillum. Lyklarnir í líkamanum Við vitum líka nú að líkaminn sjálfur býr yfir endókannabíóðakerfi. Þetta innbyggða kerfi er ekki tilviljun heldur hluti af starfsemi allra spendýra. Það er eins og líkaminn sé með lykil að plöntunni, og spurningin er einföld: viljum við læra að nýta þennan lykil af ábyrgð og þekkingu, eða halda áfram að loka augunum fyrir því sem vísindin sýna? Umræðan hér á landi hefur lengi verið föst í gamaldags hugmyndum um að allt sem tengist kannabis sé neysla eða flótti. En það er kominn tími til að breyta orðræðunni. Kannabis getur verið kennari, jafnvægisgjafi og heilari. Það er verkefni okkar að nálgast plöntuna af umhyggju og forvitni í stað hræðslu og fordóma. Það er ljóst að við þurfum að ræða málin opinskátt – ekki aðeins í lagalegu eða stjórnmálalegu samhengi heldur líka útfrá þeim einstaklingunum sem þurfa á plöntunni að halda og verða að öðlast frelsi til að velja eigin lækningaleiðir án þess að eiga það á hættu að vera sakfellt fyrir sjálfsbjörgina í afturhaldssömu lagaumhverfi. Í byrjun október verður haldin ráðstefna í Reykjavík, Hemp4Future, þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar ræða allt sem viðkemur iðnaðarhampi og lækningakannabis. Ráðstefnan er öllum opin enda er hún mikilvægt skref í átt að upplýstri umræðu um hvernig við sem samfélag getum nálgast hamp og kannabis á vitiborinn hátt – án skuggans sem hingað til hefur hvílt yfir plöntunni á Íslandi. Höfundur er leikkona.
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar