Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 12:54 Gífurlegur viðbúnaður er á vettvangi. AP/Jamie Stengle Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Að minnsta kosti einn er látinn, auk árásarmannsins, samkvæmt lögreglu. Fjölmiðlar ytra segja tvo hafa verið skotna til bana en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað á svæðinu en CNN hefur eftir starfandi yfirmanni ICE að fyrstu upplýsingar bendi til þess að árásarmaðurinn hafi hleypt af skotum úr leyni og úr einhverri fjarlægð. Todd Lyons, yfirmaður ICE, lýstir honum sem leyniskyttu. CNN segir að þegar útsendarar ICE handsama fólk sem talið er dvelja ólöglega í Bandaríkjunum í Dallas, sé það flutt í þessa byggingu á meðan það er skráð í kerfi stofnunarinnar. Í kjölfarið er það svo flutt í varðhald annars staðar. Fjölmiðlar vestanhafs segja að leyniskyttan hafi skotið á fólk í porti byggingarinnar, mögulega þegar verið var að flytja menn í haldi í húsið eða úr því. Svipti sig lífi Kristi Noem, heimavarnaráðherra, segir árásarmanninn hafa svipt sig lífi en hann er sagður hafa verið í húsi skammt frá byggingu ICE. Noem segir tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir enn en staðhæfir að starfsmenn ICE standi frammi fyrir fordæmalausum hótunum og ofbeldi. Þetta ku vera í þriðja sinn sem skotið er á byggingu í eigu ICE eða Landamæraeftirlitsins í Texas á þessu ári. Í annarri færslu á X staðfestir Noem að ótilgreindur fjöldi fólks hafi særst og einhverjir hafi látið lífið í árásinni. Þá hefur CNN eftir heimildarmönnum sínum að minnst tveir þeirra sem hafi orðið fyrir skotum hafi verið menn í haldi ICE. Það er að segja, menn sem eru grunaðir um að hafa dvalið í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fox hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum og segir enga útsendara ICE hafa orðið fyrir skotum. Lögreglan í Dallas segir einn hafa látist á vettvangi og tvo hafa verið flutta á sjúkrahús. Fjölmiðlar ytra segja einn þeirra hafa dáið á sjúkrahúsi. On September 24, 2025, at about 6:40 a.m., Dallas Police responded to an assist officer call in the 8100 block of north Stemmons Freeway. The preliminary investigation determined that a suspect opened fire at a government building from an adjacent building. Two people were…— Dallas Police Dept (@DallasPD) September 24, 2025 Starfsmenn stofnunarinnar og annarra alríkislöggæslustofnana hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í umfangsmiklu átaki sem snýr að því að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þeir hafa víða sést grímuklæddir og þungvopnaðir í borgum Bandaríkjanna en átak þetta er verulega umdeilt vestanhafs. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46 Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57 Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22 Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01 Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Að minnsta kosti einn er látinn, auk árásarmannsins, samkvæmt lögreglu. Fjölmiðlar ytra segja tvo hafa verið skotna til bana en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað á svæðinu en CNN hefur eftir starfandi yfirmanni ICE að fyrstu upplýsingar bendi til þess að árásarmaðurinn hafi hleypt af skotum úr leyni og úr einhverri fjarlægð. Todd Lyons, yfirmaður ICE, lýstir honum sem leyniskyttu. CNN segir að þegar útsendarar ICE handsama fólk sem talið er dvelja ólöglega í Bandaríkjunum í Dallas, sé það flutt í þessa byggingu á meðan það er skráð í kerfi stofnunarinnar. Í kjölfarið er það svo flutt í varðhald annars staðar. Fjölmiðlar vestanhafs segja að leyniskyttan hafi skotið á fólk í porti byggingarinnar, mögulega þegar verið var að flytja menn í haldi í húsið eða úr því. Svipti sig lífi Kristi Noem, heimavarnaráðherra, segir árásarmanninn hafa svipt sig lífi en hann er sagður hafa verið í húsi skammt frá byggingu ICE. Noem segir tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir enn en staðhæfir að starfsmenn ICE standi frammi fyrir fordæmalausum hótunum og ofbeldi. Þetta ku vera í þriðja sinn sem skotið er á byggingu í eigu ICE eða Landamæraeftirlitsins í Texas á þessu ári. Í annarri færslu á X staðfestir Noem að ótilgreindur fjöldi fólks hafi særst og einhverjir hafi látið lífið í árásinni. Þá hefur CNN eftir heimildarmönnum sínum að minnst tveir þeirra sem hafi orðið fyrir skotum hafi verið menn í haldi ICE. Það er að segja, menn sem eru grunaðir um að hafa dvalið í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fox hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum og segir enga útsendara ICE hafa orðið fyrir skotum. Lögreglan í Dallas segir einn hafa látist á vettvangi og tvo hafa verið flutta á sjúkrahús. Fjölmiðlar ytra segja einn þeirra hafa dáið á sjúkrahúsi. On September 24, 2025, at about 6:40 a.m., Dallas Police responded to an assist officer call in the 8100 block of north Stemmons Freeway. The preliminary investigation determined that a suspect opened fire at a government building from an adjacent building. Two people were…— Dallas Police Dept (@DallasPD) September 24, 2025 Starfsmenn stofnunarinnar og annarra alríkislöggæslustofnana hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í umfangsmiklu átaki sem snýr að því að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þeir hafa víða sést grímuklæddir og þungvopnaðir í borgum Bandaríkjanna en átak þetta er verulega umdeilt vestanhafs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46 Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57 Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22 Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01 Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46
Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57
Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22
Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01
Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02