Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2025 12:54 Gífurlegur viðbúnaður er á vettvangi. AP/Jamie Stengle Þrír voru skotnir af leyniskyttu nærri byggingu í eigu Innflytjenda og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) í Dallas. Mennirnir sem voru skotnir voru í haldi ICE en árásarmaðurinn er sagður hafa svipt sig lífi. Að minnsta kosti einn er látinn, auk árásarmannsins, samkvæmt lögreglu. Fjölmiðlar ytra segja tvo hafa verið skotna til bana en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað á svæðinu en CNN hefur eftir starfandi yfirmanni ICE að fyrstu upplýsingar bendi til þess að árásarmaðurinn hafi hleypt af skotum úr leyni og úr einhverri fjarlægð. Todd Lyons, yfirmaður ICE, lýstir honum sem leyniskyttu. CNN segir að þegar útsendarar ICE handsama fólk sem talið er dvelja ólöglega í Bandaríkjunum í Dallas, sé það flutt í þessa byggingu á meðan það er skráð í kerfi stofnunarinnar. Í kjölfarið er það svo flutt í varðhald annars staðar. Fjölmiðlar vestanhafs segja að leyniskyttan hafi skotið á fólk í porti byggingarinnar, mögulega þegar verið var að flytja menn í haldi í húsið eða úr því. Svipti sig lífi Kristi Noem, heimavarnaráðherra, segir árásarmanninn hafa svipt sig lífi en hann er sagður hafa verið í húsi skammt frá byggingu ICE. Noem segir tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir enn en staðhæfir að starfsmenn ICE standi frammi fyrir fordæmalausum hótunum og ofbeldi. Þetta ku vera í þriðja sinn sem skotið er á byggingu í eigu ICE eða Landamæraeftirlitsins í Texas á þessu ári. Í annarri færslu á X staðfestir Noem að ótilgreindur fjöldi fólks hafi særst og einhverjir hafi látið lífið í árásinni. Þá hefur CNN eftir heimildarmönnum sínum að minnst tveir þeirra sem hafi orðið fyrir skotum hafi verið menn í haldi ICE. Það er að segja, menn sem eru grunaðir um að hafa dvalið í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fox hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum og segir enga útsendara ICE hafa orðið fyrir skotum. Lögreglan í Dallas segir einn hafa látist á vettvangi og tvo hafa verið flutta á sjúkrahús. Fjölmiðlar ytra segja einn þeirra hafa dáið á sjúkrahúsi. On September 24, 2025, at about 6:40 a.m., Dallas Police responded to an assist officer call in the 8100 block of north Stemmons Freeway. The preliminary investigation determined that a suspect opened fire at a government building from an adjacent building. Two people were…— Dallas Police Dept (@DallasPD) September 24, 2025 Starfsmenn stofnunarinnar og annarra alríkislöggæslustofnana hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í umfangsmiklu átaki sem snýr að því að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þeir hafa víða sést grímuklæddir og þungvopnaðir í borgum Bandaríkjanna en átak þetta er verulega umdeilt vestanhafs. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46 Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57 Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22 Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01 Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Að minnsta kosti einn er látinn, auk árásarmannsins, samkvæmt lögreglu. Fjölmiðlar ytra segja tvo hafa verið skotna til bana en það hefur ekki verið staðfest. Lögreglan er með gífurlegan viðbúnað á svæðinu en CNN hefur eftir starfandi yfirmanni ICE að fyrstu upplýsingar bendi til þess að árásarmaðurinn hafi hleypt af skotum úr leyni og úr einhverri fjarlægð. Todd Lyons, yfirmaður ICE, lýstir honum sem leyniskyttu. CNN segir að þegar útsendarar ICE handsama fólk sem talið er dvelja ólöglega í Bandaríkjunum í Dallas, sé það flutt í þessa byggingu á meðan það er skráð í kerfi stofnunarinnar. Í kjölfarið er það svo flutt í varðhald annars staðar. Fjölmiðlar vestanhafs segja að leyniskyttan hafi skotið á fólk í porti byggingarinnar, mögulega þegar verið var að flytja menn í haldi í húsið eða úr því. Svipti sig lífi Kristi Noem, heimavarnaráðherra, segir árásarmanninn hafa svipt sig lífi en hann er sagður hafa verið í húsi skammt frá byggingu ICE. Noem segir tilefni árásarinnar ekki liggja fyrir enn en staðhæfir að starfsmenn ICE standi frammi fyrir fordæmalausum hótunum og ofbeldi. Þetta ku vera í þriðja sinn sem skotið er á byggingu í eigu ICE eða Landamæraeftirlitsins í Texas á þessu ári. Í annarri færslu á X staðfestir Noem að ótilgreindur fjöldi fólks hafi særst og einhverjir hafi látið lífið í árásinni. Þá hefur CNN eftir heimildarmönnum sínum að minnst tveir þeirra sem hafi orðið fyrir skotum hafi verið menn í haldi ICE. Það er að segja, menn sem eru grunaðir um að hafa dvalið í Bandaríkjunum með ólöglegum hætti. Fox hefur það sama eftir sínum heimildarmönnum og segir enga útsendara ICE hafa orðið fyrir skotum. Lögreglan í Dallas segir einn hafa látist á vettvangi og tvo hafa verið flutta á sjúkrahús. Fjölmiðlar ytra segja einn þeirra hafa dáið á sjúkrahúsi. On September 24, 2025, at about 6:40 a.m., Dallas Police responded to an assist officer call in the 8100 block of north Stemmons Freeway. The preliminary investigation determined that a suspect opened fire at a government building from an adjacent building. Two people were…— Dallas Police Dept (@DallasPD) September 24, 2025 Starfsmenn stofnunarinnar og annarra alríkislöggæslustofnana hafa á undanförnum mánuðum tekið þátt í umfangsmiklu átaki sem snýr að því að vísa fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. Þeir hafa víða sést grímuklæddir og þungvopnaðir í borgum Bandaríkjanna en átak þetta er verulega umdeilt vestanhafs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46 Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57 Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22 Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01 Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Trump-liðar heita hefndum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og undirsátar hans í Hvíta húsinu, hótuðu í gær að beita ríkinu til að refsa fólki, samtökum og stofnunum á vinstri væng bandarískra stjórnmála sem þeir kenna um morðið á Charlie Kirk. Trump lagði til að beita lögum gegn skipulagðri glæpastarfsemi til að refsa pólitískum andstæðingum sínum. 16. september 2025 10:46
Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Yfir þrjú hundruð ríkisborgarar Suður-Kóreu voru handteknir í Bandaríkjunum fyrir helgi fyrir að starfa þar ólöglega í rafmagnsbílaverksmiðju. Suðurkóresk yfirvöld hyggjast flytja alla ríkisborgarana aftur til síns heima í leiguflugi. 7. september 2025 09:57
Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ýjar að því að hann muni beita nýnefndu stríðsmálaráðuneyti í Chicago-borg til þess að vísa þeim sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum úr landi. 6. september 2025 21:22
Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli. 4. september 2025 13:01
Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í vikunni að til stæði að mála allan múrinn á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó svartan. Þannig ætti að gera farand- og flóttafólki erfiðara með að komast til Bandaríkjanna. 21. ágúst 2025 10:02