Lífið

Fram­kvæmda­stjóri Olís selur glæsihús í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Ingunn Svala og fjölskylda búa í afar fallegu og hlýlegu raðhúsi í Garðabæ.
Ingunn Svala og fjölskylda búa í afar fallegu og hlýlegu raðhúsi í Garðabæ.

Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, hefur sett fallegt raðhús við Ljósakur í Garðabæ á sölu. Húsið er rúmlega 330 fermetrar að stærð á þremur hæðum, byggt árið 2009. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Húsið hefur á undanförnum árum verið endurnýjað á vandaðan og glæsilegan máta. Hlýleg litapalletta, náttúrulegur efniviður og sérsmíðaðar innréttingar eru gegnumgangandi og gefa heimilinu sannkallaðan lúxusblæ.

Viðarklæddur veggur á ganginum og vandaðar gólfflísar, sem flæða fallega um alla hæðina tengja forstofuna við alrýmið og fanga augað um leið og inn er komið.

Stofa, borðstofa og eldhús mynda opið og bjart rými með útgengi á suðaustursvalir. Eldhúsið er rúmgott með veglegri innréttingu sem nær upp í loft. Fyrir miðju er stór eldhúseyju með ljósum kvartssteini með góðu vinnuplássi og setuaðstöðu.

Í húsinu eru alls fjögur svefnherbergi og fjögur baðherbergi. Þar af er glæsileg hjónasvíta með sérbaðherbergi og fataherbergi.

Bak við húsið er nýleg verönd með útieldhúsi, pergólu og notalegri setuaðstöðu. Auk þess er útisvæði á efri hæðinni sem gengið er út á beint úr hjónaherberginu.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.