Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir og Helga Sigrún Harðardóttir skrifa 22. september 2025 14:33 Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Gervigreind Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Evrópusambandið hefur falið evrópsku staðlasamtökunum CEN og CENELEC að þróa staðla sem útfæra tæknilegar kröfur gervigreindarlöggjafarinnar frá 2024, með það að markmiði að tryggja öryggi almennings og samfélaga. Til stendur að skrifa tugi samhæfðra staðla en þeir virka þannig að sett er löggjöf og svo skrifaðir staðlar sem segja til um hvernig best er að hanna, framleiða og prófa vörur þannig að þær uppfylli kröfur laganna. Sé vara (í þessu tilfelli gervigreindarkerfi eða -lausn) framleidd eftir kröfum staðlanna telst hún uppfylla kröfur laganna og því hæf til markaðssetningar. Stöðlunarvinnan fer fram í tækninefndinni JTC21 (jtc21.eu), þar sem sérfræðingar alls staðar að úr Evrópu útfæra tæknilegar kröfur löggjafarinnar því stöðlun byggir á sameiginlegri þekkingu sérfræðinga og atvinnulífs sem móta bestu lausnir hverju sinni. Fyrirtæki leggja því sitt af mörkum – bæði til að tryggja öryggi og gæði en einnig til að skapa traust markaðsskilyrði sem nýtast öllum. Nú sitja sérfræðingar frá Íslandi í nefndinni og leggja þannig sitt af mörkum til að gera staðlana eins góða og þeir geta orðið. Nú þegar hafa verið gefnir út 15 staðlar sem styðja við innleiðingu löggjafarinnar. Þeir fjalla m.a. um áhættustjórnun, gæði gagna sem gervigreindin er mötuð á, samræmismat og upplýsingastjórnun. 25 til viðbótar eru í vinnslu um gæðastjórnun, matskerfi um nákvæmni, mat á áhrifum á grundvallarréttindi en einnig um greiningu, mælingar og stjórnun skekkja í gervigreindarkerfum svo eitthvað sé nefnt. Áætlað er að flestir þessarra staðla verði gefnir út árið 2026 en einhverjir koma út á þessu ári og örfáir árið 2027. Fyrirtæki þurfa þó að horfa lengra en til þess að uppfylla reglur. Gervigreind er ekki aðeins eftirlitsmál heldur lykilþáttur í stefnumótun, nýsköpun og viðskiptagreind. Með réttum stöðlum geta íslensk fyrirtæki umbreytt gögnum í áreiðanlegar innsýnir sem nýtast til ákvarðanatöku, spágreininga og nýrra viðskiptalíkana. Staðlarnir verða þannig ekki bara skorður heldur hvati – þeir tryggja að gögn séu áreiðanleg, niðurstöður gagnsæjar og ákvarðanir rekjanlegar. Þetta skapar samkeppnisforskot fyrir þá sem ná að samþætta gervigreind með ábyrgum hætti í kjarnastarfsemi sína. Fyrirtæki sem byrja snemma að tileinka sér þessar leikreglur geta ekki aðeins varið sig gegn áhættu heldur einnig opnað dyr að nýjum tækifærum í alþjóðlegu samstarfi og markaðssókn. Íslensk fyrirtæki standa því frammi fyrir tvíþættri áskorun: að tryggja að lausnir sem þau nýta séu í samræmi við nýjar kröfur og að nýta stöðlun sem tækifæri til að styrkja eigin rekstur og samkeppnishæfni. Þeir sem nálgast stöðlun gervigreindar sem stefnumótunartæki fremur en lágmarkskröfu munu hafa forskot í þeirri umbreytingu sem nú þegar er hafin. Nú er rétti tíminn til að búa sig undir þessa umbreytingu – ekki bíða eftir að reglurnar taki gildi, heldur nýta þær strax sem tækifæri til að styrkja rekstur, mennta starfsfólk og sækja fram með ábyrgri notkun gervigreindar. Hanna Kristín Skaftadóttir, fagstjóri viðskiptagreindar, Háskólanum á BifröstHelga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun