Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 12:02 Miklar væntingar hafa verið gerðar til Ousmané Dembélé í lengri tíma en hann sprakk algjörlega út á síðasta tímabili. epa/YOAN VALAT Í kvöld verður Gullboltinn, verðlaunin fyrir besta leikmann Evrópu, veittur við hátíðlega athöfn. Lið þess sem þykir líklegastur til hreppa hnossið spilar í kvöld. Franska tímaritið France Football hefur veitt Gullboltann síðan 1956. Lionel Messi hefur hlotið verðlaunin oftast allra, eða átta sinnum. Samkvæmt veðbönkum þykir Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til að hljóta Gullboltann. Dembélé var í lykilhlutverki hjá PSG sem vann þrefalt á síðasta tímabili; frönsku úrvalsdeildina, frönsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Hinn 28 ára Dembélé var nokkuð rólegur fyrir áramót en fór á mikið flug eftir að árið 2025 gekk í garð og blómstraði í nýrri stöðu, sem fremsti maður. Frakkinn skoraði 35 mörk og lagði upp sextán í öllum keppnum á síðasta tímabili. Ef Dembélé vinnur Gullboltann verður hann fyrsti Frakkinn síðan Karim Benzema 2022 til að fá þessi verðlaun. Hann verður einnig annar leikmaður PSG til að hljóta Gullboltann, á eftir Messi 2021. Fimm Frakkar hafa hlotið Gullboltann: Michel Platini, Raymond Kopa, Jean-Pierre Papin, Zinedine Zidane og Benzema. PSG á leik gegn Marseille á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Dembélé verður þó líklega ekki með í leiknum vegna meiðsla og gæti því verið viðstaddur afhendingu Gullboltans. Dembélé hefur misst af báðum leikjum PSG eftir landsleikjahléið vegna meiðsla í læri. Næstur á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að fá Gullboltann er ungstirnið Lamine Yamal hjá Barcelona. Ef það gerist verður hann sá yngsti í sögunni til að vinna verðlaunin, aðeins átján ára. Brasilíumaðurinn Ronaldo er yngsti sigurvegari Gullboltans en hann var 21 ára og 96 daga þegar hann fékk Gullboltann 1996. Samherji Yamals hjá Barcelona, Raphinha, er einnig ofarlega á lista veðbanka en hann skoraði 34 mörk og gaf 22 stoðsendingar þegar Börsungar unnu tvöfalt á síðasta tímabili. Portúgalski miðjumaðurinn hjá PSG, Vitinha, og Mohamed Salah, framherji Liverpool, þykja einnig líklegir. Afhending Gullknattarins verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay. Hefst útsending klukkan 19:00 í kvöld. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Franska tímaritið France Football hefur veitt Gullboltann síðan 1956. Lionel Messi hefur hlotið verðlaunin oftast allra, eða átta sinnum. Samkvæmt veðbönkum þykir Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til að hljóta Gullboltann. Dembélé var í lykilhlutverki hjá PSG sem vann þrefalt á síðasta tímabili; frönsku úrvalsdeildina, frönsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Hinn 28 ára Dembélé var nokkuð rólegur fyrir áramót en fór á mikið flug eftir að árið 2025 gekk í garð og blómstraði í nýrri stöðu, sem fremsti maður. Frakkinn skoraði 35 mörk og lagði upp sextán í öllum keppnum á síðasta tímabili. Ef Dembélé vinnur Gullboltann verður hann fyrsti Frakkinn síðan Karim Benzema 2022 til að fá þessi verðlaun. Hann verður einnig annar leikmaður PSG til að hljóta Gullboltann, á eftir Messi 2021. Fimm Frakkar hafa hlotið Gullboltann: Michel Platini, Raymond Kopa, Jean-Pierre Papin, Zinedine Zidane og Benzema. PSG á leik gegn Marseille á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Dembélé verður þó líklega ekki með í leiknum vegna meiðsla og gæti því verið viðstaddur afhendingu Gullboltans. Dembélé hefur misst af báðum leikjum PSG eftir landsleikjahléið vegna meiðsla í læri. Næstur á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að fá Gullboltann er ungstirnið Lamine Yamal hjá Barcelona. Ef það gerist verður hann sá yngsti í sögunni til að vinna verðlaunin, aðeins átján ára. Brasilíumaðurinn Ronaldo er yngsti sigurvegari Gullboltans en hann var 21 ára og 96 daga þegar hann fékk Gullboltann 1996. Samherji Yamals hjá Barcelona, Raphinha, er einnig ofarlega á lista veðbanka en hann skoraði 34 mörk og gaf 22 stoðsendingar þegar Börsungar unnu tvöfalt á síðasta tímabili. Portúgalski miðjumaðurinn hjá PSG, Vitinha, og Mohamed Salah, framherji Liverpool, þykja einnig líklegir. Afhending Gullknattarins verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay. Hefst útsending klukkan 19:00 í kvöld.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira