Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar 22. september 2025 11:02 Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Húsnæðismál Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Við munum öll þann tíma í lífi okkar þegar ekkert var mikilvægara en að vera eins og allir hinir. Fyrir eina kynslóð var t.d. þráin eftir að eignast Millet-úlpu og uppháa Adidas körfuboltaskó djúp og innileg. Án þess fatnaðar myndi enginn verða hrifinn af okkur og jafnvel hætta á að verða fyrir stríðni jafnaldra. Á næsta skeiði lífsins snérist þetta við hjá okkur. Við hófum leitina að okkur sjálfum og ekkert var verra en að vera alveg eins og hinir. Síðan komst á jafnvægi og lífið tók við. Lífið leiðir fólk mismunandi vegu og margt gerist á ferðinni sem við áttum ekki von á í upphafi. Við veljum okkur ólíka menntun og störf. Við höfum mismunandi áhugamál og sjáum mis mikið af heiminum. Okkur er útdeilt misstórum skömmtum af gleði og sorg. Við veljum okkur ólík búsetuform, bæði hvað varðar staðsetningu og gerð. Kannski verðum við heppin og náum háum aldri. Á efri árum erum við einmitt hvað ólíkust hvort öðru - þó að við séum í grunninn eins. Óskir okkar og þarfir eru misjafnar, í takt við það sem við höfum vanið okkur á í lífinu. Sum okkar munu á einhverjum tímapunkti þurfa á þjónustu að halda við daglegar athafnir og vilja flytja í húsnæði sem svarar þeim þörfum. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að við höfum sjálf eitthvað um það að segja hvar og hvernig við búum á efri árum. Eitt stærsta og mikilvægasta mál heilbrigðiskerfisins núna er uppbygging á húsum og þjónustu fyrir aldraða. Þegar þessi orð eru skrifuð eru um 500 eldri borgarar að bíða eftir búsetuúrræði, en til að mæta þörfinni næstu árin þarf að útvega um 100 ný hjúkrunarrými á ári. Og það eru ekki bara hjúkrunarrými sem vantar, heldur einnig pláss í dagdvölum, aukið framboð á heimaþjónustu og einnig heilsueflandi þjónustu sem gerir öldruðum kleift að halda sjálfstæðri búsetu sem lengst. Sjómannadagsráð, Hrafnista og DAS íbúðir hafa undanfarin tvö ár unnið að uppbyggingaráætlun félaganna til næstu 15 ára. Fjölmargar vinnustofur með starfsfólki, stjórnendum, íbúum og hinum ýmsu hagaðilum leggja grunninn að þessari áætlun þar sem rauði þráðurinn er að búa til samfélög fólks sem gera ráð fyrir því að við erum mismunandi einstaklingar. Hægt er að kynna sér uppbyggingaráætlunina og koma með athugasemdir á vefslóðinni uppbygging.sjomannadagsrad.is. Ég held áfram að vera ég þó ég eldist. Við höldum áfram að sinna áhugamálum og lifa lífinu á okkar hátt. Einhverjir halda áfram að ganga á fjöll og ferðast til fjarlægra landa á meðan aðrir spila á hljóðfæri, mála og dansa. Þau sem geta haft áhrif á stefnur í uppbyggingu fyrir aldraða ættu að gefa þessu gaum. Muna eftir því að hlusta á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda og skapa þannig raunveruleg lífsgæði. Sjómannadagsráð mun leggja sitt af mörkum til að taka þátt í þessari uppbyggingu. Rétturinn til að velja og hafa áhrif á það hvar og hvernig ég vil búa eiga að vera sjálfsögð mannréttindi sem standa öllum til boða. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar