Enski boltinn

Gagn­rýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Ever­ton

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hefur ekki tapað leik á tímabilinu.
Hefur ekki tapað leik á tímabilinu. EPA/ADAM VAUGHAN

„Mjög ánægður þegar allt er tekið með í reikninginn,“ sagði Arne Slot, þjálfari Liverpool, eftir nauman 2-1 sigur á Everton fyrr í dag.

Englandsmeistarar Liverpool unnu nauman sigur á Atlético Madríd í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. Slot lét því í sér heyra þar sem liðið þurfti að spila í hádegi á laugardag frekar en til að mynda síðar sama dag eða hreinlega á morgun.

„Við vorum að leika þriðja leikinn okkar á sjö dögum, og áttum hádegisleikinn. Ég hef ekkert á móti því að spila hádegisleik á laugardegi nema þegar við spilum á miðvikudagskvöldi í Meistaradeild Evrópu. Þá þarf maður að stýra álaginu.“

„Ef við tökum allt með í reikninginn þá er það að vinna nágrannaslaginn með frábærri frammistöðu í fyrri hálfleik virkilega gott.“

„Þetta er það sem þú færð þegar þú ert ferskur en við vorum þreyttir í síðari hálfleik vegna augljósra ástæðna,“ sagði Hollendingurinn um mörk sinna manna. Bæði komu snemma í leiknum.

„Hugarfar okkar hélt okkur í leiknum því þeir fengu ekki færi eftir að minnka muninn í 2-1. Við höfum sýnt frábært hugarfar og sýndum mikil gæði þegar við vorum enn ferskir í fyrri hálfleik.“

Liverpool er í 1. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga að loknum fimm umferðum.


Tengdar fréttir

Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfi­eld

David Moyes, stjóri Everton, heimsækir Anfield í dag í 23. sinn sem þjálfari en honum hefur ekki enn tekist að sækja sigur í greipar Liverpool á þeirra heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×