Sport

Sigur­sæl boðhlaupssveit Banda­ríkjanna ó­vænt úr leik

Siggeir Ævarsson skrifar
Demarius Smith tekur við keflinu úr höndum Christopher Bailey í hlaupinu í dag.
Demarius Smith tekur við keflinu úr höndum Christopher Bailey í hlaupinu í dag. Vísir/Getty

Bandaríkin munu ekki hlaupa til úrslita í 4x400 metra boðhlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Japan en sveit þeirra endaði í 6. sæti í undanriðlum í dag.

Fyrirfram reiknuðu sennilega flestir með að Bandaríkin myndu hlaupa til úrslita og gera sig líkleg til að vinna til verðlauna en Bandaríkin hafa unnið níu af síðustu tíu heimsmeistaramótum í greininni og tólf af síðustu nítján.

Sveitin fór illa af stað í undanriðlinum í dag og var afarlega eftir tvo fyrsti leggina og lentu svo í samstuði við sveit Zambíu í öðrum skiptum. Jenoah McKiver tók þar við keflinu og var þá síðastur. Hann gaf allt í botn og vann sig hratt upp en sprengdi sig greinilega í átökunum og féll niður í 6. sæti.

Kvennasveit Bandaríkjanna lenti ekki í neinu brasi í sínum riðli og vann hann örugglega. Sveitin freistar þess að vinna gullið á ný, eins og svo oft áður, en Holland velti Bandaríkjunum úr sessi 2023.

Bandaríkin hafa lagt fram kvörtun vegna árekstursins við lið Zambíu en eins og staðan er núna lítur allt út fyrir að þessi sigursæla hlaupasveit muni ekki hlaupa til úrslita að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×