Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. september 2025 17:16 Á bolunum stendur Frelsi sem er vísun í bolinn sem Charlie Kirk var í er hann var skotinn til bana fyrr í mánuðinum. Samsett Fjölmiðlamaðurinn Stefán Einar Stefánsson greiddi fyrir umdeilda boli sem Samband ungra Sjálfstæðismanna hyggst gefa þeim sem skrá sig á sambandsþing þeirra í október. Bolirnir eru vísun í bolinn sem Charlie Kirk, hægrisinnaður áhrifavaldur, klæddist er hann var skotinn til bana. Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig. Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira
Þetta staðfestir Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í samtali við fréttastofu en Heimildin greindi fyrst frá. Hann segir að ónefndur stjórnarmaður hafi stungið upp á framleiðslu bolanna á fundi en Stefán Einar hafi upprunalega stungið upp á að framleiða umrædda boli í samtali við stjórnarmanninn. Hann bauðst þá einnig til að greiða fyrir bolina. „Ég veit ekki hvort að vinnan detti á mig að fara og framleiða þetta en þetta verður alla veganna í boði á þinginu,“ segir Viktor Pétur og hlær. „Við erum alltaf í fjáröflun og maður er alltaf að reyna að láta detta sér í hug eitthvað nýtt til að setja í sölu. Við erum búin að framleiða fjöldann allan af sokkum og glösum og þess háttar. Svo kemur þessi hugmynd að við förum að framleiða þetta og þetta er nefnt við mig að gera þessa boli. Þá vissi ég ekki að þetta væri frá honum. Svo seinna er mér sagt að hugmyndin sé frá [Stefáni Einari] og að hann ætli að bjóðast til að gefa þeim sem mæta á sambandsþingið,“ segir Viktor Pétur. Fyrst að þau ætli að framleiða bolina til að byrja með fyrir þingið er það til skoðunar hjá stjórn SUS að selja einnig bolina í fjáröflunarskyni. Bolirnir þýði ekki að hann sé sammála öllum skoðunum Kirk Viktor Pétur segir viðbrögð almennings við bolaframleiðslunni ekki koma á óvart, enda endi allt sem sambandið geri á milli tannanna á fólki. „Það kemur svo sem ekki á óvart því að eiginlega, hingað til, allt sem að SUS vekur athygli. Maður sér alltaf að fólk á það til að skrifa statusa og hneyksla sig á því sama hvað SUS gerir. Þannig að nei, þetta kemur ekki á óvart.“ Viktor Pétur segist jafnframt ekki sammála öllum skoðunum Charlie Kirk, sem voru umdeildar. Hann sé til dæmis ekki sammála skoðunum Kirk um kvenfrelsi og fóstureyðingar en þrátt fyrir að vera ósammála honum réttlæti það ekki morðið á Kirk. Sjá nánar: Hver var Charlie Kirk? „Ég er fylgjandi því að það eigi að ræða hlutina og ég er fylgjandi þeirri hugmynd hans að það eigi að ræða við fólk sem er ósammála manni um hina ýmsu hluti. Ég er fylgjandi því og því tjáningar- og málfrelsi sem að hann talaði fyrir. En hins vegar get ég ekki sagt að allar hans skoðanir séu mínar eða að allar hans skoðanir séu skoðanir SUS,“ segir hann. „Við fordæmum ofbeldi hvar sem það birtist og viljum að fólk geti rætt saman málefnalega um hugsanir og hugmyndir.“ Skilaboðin með bolunum eru að sýna að SUS séu á móti öllu ofbeldi, í sama hvaða mynd sem það er. Skoðanir Kirk sé ekki meginstefið með framleiðslu bolanna heldur eigi þeir að standa fyrir rétti fólks til að tjá sig.
Sjálfstæðisflokkurinn Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Sjá meira