Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 22:13 Benedikt Már er grunnskólanemandi frá Akureyri. Vísir/Samsett Nemandi í 10. bekk í Lundarskóla mótmælir nýju fyrirkomulagi skólans í kosningum til nemendaráðs. Hann segir kosningarnar tækifæri til að kenna grunnskólanemum mikilvægi atkvæða þeirra. „Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“ Grunnskólar Akureyri Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira
„Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“
Grunnskólar Akureyri Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki Sjá meira