Innlent

Guð­jón Ragnar skipaður skóla­meistari

Atli Ísleifsson skrifar
Guðjón Ragnar Jónasson.
Guðjón Ragnar Jónasson. Stjr

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðjón Ragnar Jónasson í embætti skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu til fimm ára frá 1. nóvember næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þar segir að Guðjón Ragnar hafi verið framhaldsskólakennari við Menntaskólann í Reykjavík frá árinu 2009, ásamt því að vera fagstjóri og áður gæðastjóri. 

„Hann hefur einnig starfað sem forstöðumaður við Háskólann á Bifröst ásamt því að hafa starfað m.a. sem ritstjóri og markaðs- og kynningarstjóri.

Guðjón Ragnar er með meistaragráðu í íslenskum fræðum, M.paed í kennslufræðum og B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands auk diplómu í menntastjórnun og matsfræðum.

Alls sóttu átta um embættið,“ segir í tilkynningunni. 

Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu er staðsettur á Höfn í Hornafirði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×