SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Árni Sæberg skrifar 17. september 2025 16:08 Áletruninni á bol Kirks hefur verið snarað yfir á íslensku. SUS/Getty/The Salt Lake Tribune Samband ungra Sjálfstæðismanna hefur boðað til sambandsþings helgina 3. til 5. október. Allir sem skrá sig til þátttöku á þinginu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „FRELSI“ á. Bolurinn er í sama stíl og sá sem Charlie Kirk, áhrifavaldur lengst til hægri á hinu pólitíska rófi, klæddist þegar hann var ráðinn af dögum. Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, sitjandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Í tölvubréfi til ungra Sjálfstæðismanna segir að nú séu aðeins fáeinir dagar til stefnu til að skrá sig á sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna og að í ár fylgi einstök gjöf með. Allir sem skrá sig á þingið fái að gjöf hvítan bol með áletruninni „FRELSI“. „Bolurinn er í sama stíl og Charlie Kirk klæddist þegar honum var sýnt banatilræði fyrr í mánuðinum. Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi,“ segir í póstinum. Tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á Þar er vísað til þess þegar Charlie Kirk sem var 31 árs gamall og tveggja barna faðir, var skotinn til bana á viðburði þar sem hann rökræddi við háskólanema í Utah þann 10. september. Þrátt fyrir ungan aldur var Kirk áhrifamikill á hægri væng bandarískra stjórnmála og innsti koppur í búri hjá Trump-fjölskyldunni. Ítarlega er fjallað um Kirk í fréttinni hér að neðan. Í tölvubréfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna segir að bolurinn sé ekki aðeins bolur heldur tákn um það sem ungir Sjálfstæðismenn trúa á og berjast fyrir. „Hann er einnig áminning um að ofbeldisöflum mun aldrei takast að þagga niður í málsvörum frelsisins.“ Eitt framboð boðað Sem áður segir fer sambandsþingið fram helgina 3. til 5. október næstkomandi. Það verður haldið í gamla Landsbankahúsinu í Austurstræti í Reykjavík, sem Landsbyggð ehf. eignaðist í sumar. Landsbyggð er í eigu þeirra Kristjáns Vilhelmsonar og Leós Árnasonar. Á þinginu verður nýr formaður kosinn ásamt stjórn. Aðeins eitt stjórnarframboð hefur verið tilkynnt en það er undir forystu Júlíusar Viggós Ólafssonar, sitjandi formanns Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Morðið á Charlie Kirk Sjálfstæðisflokkurinn Bandaríkin Félagasamtök Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira