Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2025 14:52 Flest stöðugildi á vegum ríkisins heyra undir heilbrigðisráðuneyti, eða alls 13 þúsund. Fimm þúsund þeirra tilheyra Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Stöðugildum á vegum ríkisins fjölgaði um 538 eða 1,9 prósent árið 2024 miðað við árið áður. Stöðugildi á vegum ríkisins voru við síðustu áramót 29.054. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Um 65 prósent stöðugildanna tilheyra konum, eða rúm 18 þúsund og flest heyra undir heilbrigðisráðuneytið, eða alls 13 þúsund. Þetta, og meira, kemur fram í nýjum tölum Byggðastofnunar um fjölda stöðugilda á vegum ríkisins. Byggðastofnun hefur tekið þessar tölur saman frá árinu 2014. Í skýrslunni kemur fram að hæsta hlutfall stöðugilda á vegum ríkisins af íbúafjölda á vinnualdri, það er 15 til 64 ára, er á höfuðborgarsvæðinu 12,3 prósent og þar næst á Norðurlandi vestra þar sem það er 12,2 prósent. Lægsta hlutfall stöðugilda af íbúafjölda á vinnualdri er á Suðurlandi þar sem það er 7,9 prósent og Vesturlandi þar sem það er 8,3 prósent. Stöðugildum kvenna fjölgaði um 351 (1,9%) árið 2024 en stöðugildum karla fjölgaði um 187 (1,9%). Stöðugildum karla fjölgaði mest hjá Landspítala og félögum tengdum ISAVIA en þeim fjölgaði einnig hjá Háskóla Íslands, Landsvirkjun og Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Stöðugildum kvenna fjölgaði mest hjá Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands. Mesta fjölgunin í Reykjavík Mest fjölgun stöðugilda árið 2024 varð í Reykjavík þar sem þeim fjölgaði um 402, vegna Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í Hafnarfirði um 52, þar helst vegna Sólvangs og Hafrannsóknarstofnunar og í Reykjanesbæ um 37 stöðugildi, vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Stöðugildum fækkaði um átta eða fleiri í Grindavíkurbæ, Norðurþingi, Hveragerðisbæ, Rangárþingi ytra, Húnaþingi vestra, Vestmannaeyjabæ og Fjallabyggð. Stöðugildi hjá stofnunum sem hér flokkast undir yfirstjórn ríkisins, eru 351 stöðugildi. Þar af eru flest vegna Alþingis og ríkisstjórnar og önnur vegna Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis og embættis forseta Íslands. Um 45 prósent stöðugilda ríkisins heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða 13.042. Þar af eru rúmlega fimm þúsund vegna Landspítala. Auk þess er stór hluti stöðugildanna vegna hjúkrunarheimila, heilsugæslu og heilbrigðisstofnana. Um 10 prósent stöðugilda heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti eða 2.969. Stærstur hluti þeirra er vegna háskólanna og þar er Háskóli Íslands veigamestur með um 1.700 stöðugildi. Alls tilheyra um 1.700 stöðugildi opinberu háskólunum. Vísir/Vilhelm Alls tilheyra 2.654 stöðugildi innviðaráðuneytinu, eða 9 prósent, og þar munar mest um stöðugildi hjá ISAVIA og tengdum félögum, Íslandspósti og Vegagerðinni. Um 8 prósent stöðugilda eða alls 2.450 heyra undir mennta- og barnamálaráðuneytið en það eru fyrst og fremst störf í framhaldsskólum landsins. Dómsmálaráðuneytinu tilheyra 2.430 stöðugildi eða 8 prósent þeirra. Flest þeirra eru hjá lögreglu- og sýslumannsembættum og nokkur hluti hjá dómstólum, Landhelgisgæslunni, Þjóðkirkjunni og Fangelsismálastofnun. Með málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins teljast 1.296 stöðugildi eða 4 prósent. Þeirra á meðal eru stöðugildi hjá Landsvirkjun, RARIK, Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun. Undir fjármála- og efnahagsráðuneytið heyra 1.015 stöðugildi eða 3 prósent. Stór hluti þeirra er hjá Skattinum og ÁTVR. Stöðugildi sem heyra undir menningar- og viðskiptaráðuneytið eru 871 eða 3 prósent og eru meðal annars hjá RÚV, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsinu og Landsbókasafninu. Undir matvælaráðuneytið heyra 648 stöðugildi eða 2 prósent en Land og Skógur, Hafrannsóknarstofnun, Matvælastofnun og Matís eru meðal stofnana sem heyra undir málaflokka þess. Undir málaflokka félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins flokkast 509 stöðugildi eða 2 prósent, meðal annars vegna Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og Vinnueftirlits ríkisins. Forsætisráðuneytinu fylgja 486 stöðugildi eða 2 prósent, þar af er stór hluti vegna Seðlabanka Íslands og nokkur hluti vegna Hagstofu Íslands. Fjöldi stöðugilda eftir málaflokkum ráðuneytanna. Byggðastofnun Utanríkisráðuneytið hefur 333 stöðugildi eða 1 prósent, en þar undir eru aðalskrifstofa ráðuneytisins, Sendiráð Íslands, Íslandsstofa og fleiri. Fjöldi stöðugilda ríkisins samsvarar um 7 prósent af íbúafjölda landsins, eða rúmlega 11 prósent íbúa á vinnualdri (15-64 ára). Hlutfall stöðugilda af mannfjölda á vinnualdri er hæst á höfuðborgarsvæðinu (12,3%) og næst hæst á Norðurlandi vestra (12,2%) en lægst á Suðurlandi (7,9%). Stöðugildum fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu eða um 491 milli ára, mest vegna Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands. Mesta hlutfallslega fjölgunin var erlendis, fyrst og fremst vegna stöðugilda við alþjóðlega þróunarsamvinnu. Þar fyrir utan fjölgaði stöðugildum hlutfallslega mest á Vestfjörðum eða um 6,5 prósent en sú fjölgun er aðallega á Ísafirði. Stöðugildum fjölgaði einnig nokkuð á Suðurnesjum, t.d. hjá félögum tengdum ISAVIA, Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Hrafnistu. Mesta fækkun stöðugilda var á Suðurlandi eða um 36 stöðugildi. Þar varð fækkun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili. Fjöldi stöðugilda frá áramótum 2014/2015. Byggðastofnun Fjölgun í sendiráðum erlendis Stöðugildi sem unnin eru erlendis á vegum íslenska ríkisins voru 75 í árslok 2024 og hafði þá fjölgað um ellefu milli ára, fyrst og fremst tengt alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Flest stöðugildin erlendis eru í sendiráðum Íslands. Í skýrslunni er einnig að finna töflu sem sýnir fjölda stöðugilda á vegum ríkisins síðustu tíu ár. Þar má sjá að frá árinu 2014, þegar talning hófst, hefur þeim fjölgað úr 22.808 í 29.054 eða um 6.246. Þar má einnig sjá að hlutfallslega varð mesta fjölgunin á þessum ellefu árum árið 2021 þegar þeim fjölgaði um 1.346 miðað við árið áður. Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir 72 prósent ríkisstarfa eru á höfuðborgarsvæðinu Áramótin 2013/2014 voru stöðugildi ríkisins alls 16.266 á höfuðborgarsvæðinu. 22. apríl 2015 11:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Þetta, og meira, kemur fram í nýjum tölum Byggðastofnunar um fjölda stöðugilda á vegum ríkisins. Byggðastofnun hefur tekið þessar tölur saman frá árinu 2014. Í skýrslunni kemur fram að hæsta hlutfall stöðugilda á vegum ríkisins af íbúafjölda á vinnualdri, það er 15 til 64 ára, er á höfuðborgarsvæðinu 12,3 prósent og þar næst á Norðurlandi vestra þar sem það er 12,2 prósent. Lægsta hlutfall stöðugilda af íbúafjölda á vinnualdri er á Suðurlandi þar sem það er 7,9 prósent og Vesturlandi þar sem það er 8,3 prósent. Stöðugildum kvenna fjölgaði um 351 (1,9%) árið 2024 en stöðugildum karla fjölgaði um 187 (1,9%). Stöðugildum karla fjölgaði mest hjá Landspítala og félögum tengdum ISAVIA en þeim fjölgaði einnig hjá Háskóla Íslands, Landsvirkjun og Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Stöðugildum kvenna fjölgaði mest hjá Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands. Mesta fjölgunin í Reykjavík Mest fjölgun stöðugilda árið 2024 varð í Reykjavík þar sem þeim fjölgaði um 402, vegna Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í Hafnarfirði um 52, þar helst vegna Sólvangs og Hafrannsóknarstofnunar og í Reykjanesbæ um 37 stöðugildi, vegna Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Stöðugildum fækkaði um átta eða fleiri í Grindavíkurbæ, Norðurþingi, Hveragerðisbæ, Rangárþingi ytra, Húnaþingi vestra, Vestmannaeyjabæ og Fjallabyggð. Stöðugildi hjá stofnunum sem hér flokkast undir yfirstjórn ríkisins, eru 351 stöðugildi. Þar af eru flest vegna Alþingis og ríkisstjórnar og önnur vegna Ríkisendurskoðunar, umboðsmanns Alþingis og embættis forseta Íslands. Um 45 prósent stöðugilda ríkisins heyra undir heilbrigðisráðuneytið eða 13.042. Þar af eru rúmlega fimm þúsund vegna Landspítala. Auk þess er stór hluti stöðugildanna vegna hjúkrunarheimila, heilsugæslu og heilbrigðisstofnana. Um 10 prósent stöðugilda heyra undir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti eða 2.969. Stærstur hluti þeirra er vegna háskólanna og þar er Háskóli Íslands veigamestur með um 1.700 stöðugildi. Alls tilheyra um 1.700 stöðugildi opinberu háskólunum. Vísir/Vilhelm Alls tilheyra 2.654 stöðugildi innviðaráðuneytinu, eða 9 prósent, og þar munar mest um stöðugildi hjá ISAVIA og tengdum félögum, Íslandspósti og Vegagerðinni. Um 8 prósent stöðugilda eða alls 2.450 heyra undir mennta- og barnamálaráðuneytið en það eru fyrst og fremst störf í framhaldsskólum landsins. Dómsmálaráðuneytinu tilheyra 2.430 stöðugildi eða 8 prósent þeirra. Flest þeirra eru hjá lögreglu- og sýslumannsembættum og nokkur hluti hjá dómstólum, Landhelgisgæslunni, Þjóðkirkjunni og Fangelsismálastofnun. Með málaflokkum umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins teljast 1.296 stöðugildi eða 4 prósent. Þeirra á meðal eru stöðugildi hjá Landsvirkjun, RARIK, Veðurstofu Íslands og Umhverfisstofnun. Undir fjármála- og efnahagsráðuneytið heyra 1.015 stöðugildi eða 3 prósent. Stór hluti þeirra er hjá Skattinum og ÁTVR. Stöðugildi sem heyra undir menningar- og viðskiptaráðuneytið eru 871 eða 3 prósent og eru meðal annars hjá RÚV, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Þjóðleikhúsinu og Landsbókasafninu. Undir matvælaráðuneytið heyra 648 stöðugildi eða 2 prósent en Land og Skógur, Hafrannsóknarstofnun, Matvælastofnun og Matís eru meðal stofnana sem heyra undir málaflokka þess. Undir málaflokka félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins flokkast 509 stöðugildi eða 2 prósent, meðal annars vegna Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar og Vinnueftirlits ríkisins. Forsætisráðuneytinu fylgja 486 stöðugildi eða 2 prósent, þar af er stór hluti vegna Seðlabanka Íslands og nokkur hluti vegna Hagstofu Íslands. Fjöldi stöðugilda eftir málaflokkum ráðuneytanna. Byggðastofnun Utanríkisráðuneytið hefur 333 stöðugildi eða 1 prósent, en þar undir eru aðalskrifstofa ráðuneytisins, Sendiráð Íslands, Íslandsstofa og fleiri. Fjöldi stöðugilda ríkisins samsvarar um 7 prósent af íbúafjölda landsins, eða rúmlega 11 prósent íbúa á vinnualdri (15-64 ára). Hlutfall stöðugilda af mannfjölda á vinnualdri er hæst á höfuðborgarsvæðinu (12,3%) og næst hæst á Norðurlandi vestra (12,2%) en lægst á Suðurlandi (7,9%). Stöðugildum fjölgaði mest á höfuðborgarsvæðinu eða um 491 milli ára, mest vegna Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands. Mesta hlutfallslega fjölgunin var erlendis, fyrst og fremst vegna stöðugilda við alþjóðlega þróunarsamvinnu. Þar fyrir utan fjölgaði stöðugildum hlutfallslega mest á Vestfjörðum eða um 6,5 prósent en sú fjölgun er aðallega á Ísafirði. Stöðugildum fjölgaði einnig nokkuð á Suðurnesjum, t.d. hjá félögum tengdum ISAVIA, Fjölbrautarskóla Suðurnesja og Hrafnistu. Mesta fækkun stöðugilda var á Suðurlandi eða um 36 stöðugildi. Þar varð fækkun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Ási, dvalar- og hjúkrunarheimili. Fjöldi stöðugilda frá áramótum 2014/2015. Byggðastofnun Fjölgun í sendiráðum erlendis Stöðugildi sem unnin eru erlendis á vegum íslenska ríkisins voru 75 í árslok 2024 og hafði þá fjölgað um ellefu milli ára, fyrst og fremst tengt alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Flest stöðugildin erlendis eru í sendiráðum Íslands. Í skýrslunni er einnig að finna töflu sem sýnir fjölda stöðugilda á vegum ríkisins síðustu tíu ár. Þar má sjá að frá árinu 2014, þegar talning hófst, hefur þeim fjölgað úr 22.808 í 29.054 eða um 6.246. Þar má einnig sjá að hlutfallslega varð mesta fjölgunin á þessum ellefu árum árið 2021 þegar þeim fjölgaði um 1.346 miðað við árið áður.
Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir 72 prósent ríkisstarfa eru á höfuðborgarsvæðinu Áramótin 2013/2014 voru stöðugildi ríkisins alls 16.266 á höfuðborgarsvæðinu. 22. apríl 2015 11:06 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
72 prósent ríkisstarfa eru á höfuðborgarsvæðinu Áramótin 2013/2014 voru stöðugildi ríkisins alls 16.266 á höfuðborgarsvæðinu. 22. apríl 2015 11:06