Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. september 2025 12:15 Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. vísir/ívar Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati. Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Hagstofan birti í gær greiningu á kosningaþátttöku eftir menntun fyrir alþingiskosningar árin 2021 og 2024 í fyrsta sinn síðan hún hóf miðlun kosningaskýrslna. Hlutfall kosningaþátttöku eftir menntastigum er að mestu leyti það sama á milli kosninga eða 86,8 prósent á meðal háskólamenntaðra, um 81 prósent meðal framhaldsskólamenntaðra og um 71 prósent meðal grunnskólamenntaðra. „Þetta kom mér ekki á óvart“ Töluverður munur er á kosningaþátttöku eftir menntun. Í sumum kjördæmum nemur það rúmlega 20 prósentustigum. Sem dæmi má nefna Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem þátttaka mældist 65,8 prósent meðal grunnskólamenntaðra en 86,1 prósent meðal háskólamenntaðra. Tölur frá Hagstofunnihagstofa Íslands Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði í stjórnendateymi íslensku kosningarannsóknarinnar, segir tölfræðina sýna viðvarandi þróun. „Þetta kom mér ekki á óvart. Við höfum séð það í gegnum árin, bæði í gegnum íslensku kosningarannsókninni og erlendis að þeir sem eru með minni menntun eru ólíklegri til að kjósa. Það bil virðist vera að aukast. Þeir sem eru með meiri menntun eru enn líklegri til að kjósa í dag en áður og þeir sem eru með minni menntun ólíklegri.“ Átök beri árangur Um áhyggjuefni sé að ræða. Háskólamenntun aukist með árunum en einnig sundrung á milli hópa. „Menntun í samfélaginu hefur almennt verið að aukast. Það getur bent til þess að þessi gjá ef maður getur orðað það þannig á milli þeirra sem eru með menntun og þeirra sem eru ekki með menntun sé að aukast. Þetta bendir til þess að það sé mögulega að verða meiri aðgreining í samfélaginu eftir menntun.“ Einnig sé um að ræða merki um dræma kosningaþátttöku ungs fólks. Hún biðlar til skólakerfisins og stjórnvalda að hjálpa nýjum kjósendum að komast inn í stjórnmálaumræðu hér á landi. „í alþingiskosningunum 2016. Þá var farið í sérstakt átak til auka þátttöku ungs fólks. Við sáum alveg að það ber árangur. Við vitum þegar að stjórnvöld og sveitarfélög grípa til aðgerða til að ýta undir þátttöku þá ber það árangur. Ég hvet sveitarstjórnir og stjórnvöld eindregið til að gera það.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira