Íslenski boltinn

Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eyjamenn fagna marki Sverris Páls Hjaltested gegn Blikum.
Eyjamenn fagna marki Sverris Páls Hjaltested gegn Blikum. vísir/diego

Síðustu leikirnir í Bestu deild karla fyrir úrslitakeppnina fóru fram í gær. ÍA vann sinn annan sigur í röð þegar liðið bar sigurorð af Aftureldingu, 3-1, og á Kópavogsvelli skildu Breiðablik og ÍBV jöfn, 1-1.

Á fimmtudaginn vann ÍA 3-0 sigur á Breiðabliki og Skagamenn fylgdu sigrinum eftir með því að vinna Aftureldingu, 3-1, í slag tveggja neðstu liða deildarinnar.

Ómar Björn Stefánsson skoraði tvívegis fyrir ÍA og Viktor Jónsson eitt. Skagamenn eru nú komnir upp úr botnsætinu og í það ellefta með 22 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti.

Aketchi Luc-Martin Kassi skoraði mark Aftureldingar sem hefur ekki unnið í tíu leikjum í röð og er á botni deildarinnar.

Fyrir leik Breiðabliks og ÍBV var ljóst að Eyjamenn þyrftu að vinna til að komast í úrslitakeppni efri hlutans. Og það gekk næstum því eftir.

Sverrir Páll Hjaltested kom Eyjamönnum yfir á 27. mínútu og þannig var staðan allt þar til átta mínútur voru til leiksloka þegar Tobias Thomsen jafnaði fyrir Blika með sínu tíunda deildarmarki í sumar. Lokatölur í Smáranum, 1-1.

ÍBV endaði hefðbundina deildakeppni því í 7. sæti og fer í neðri úrslitakeppnina. Breiðablik, sem hefur ekki unnið sjö síðustu leiki sína, er í 4. sætinu.

Mörkin úr leikjum gærdagsins má sjá hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“

ÍA vann 3-1 sigur gegn Aftureldingu á heimavelli í síðasta leik áður deildin skiptist upp í efri og neðri hluta. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, var afar ánægður með sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×