Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. september 2025 21:54 Um er að ræða aðra árásina á meinta fíkniefnasmyglara á skömmum tíma. AP Bandaríski herinn grandaði í morgun báti á alþjóðlegu hafsvæði nærri Suður-Ameríku þar sem talið var að fíkniefni væru innanborðs. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir þrjá hafa fallið í árásinni en tæpar tvær vikur eru síðan ellefu voru drepnir í sams konar árás. Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð. Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Trump greinir frá aðgerðinni á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, og á X. „Árásin var gerð þegar fíkniefnahryðjuverkamenn frá Venesúela voru á alþjóðahafsvæði að flytja ólögleg fíkniefni (BANVÆNT VOPN SEM EITRAR FYRIR BANDARÍKJAMÖNNUM) til Bandaríkjanna,“ segir Trump í færslunni. Hann segir fíkniefnaflutninga af þessu tagi mikla ógn við þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og hagsmuni Bandaríkjanna. Þrír „hryðjuverkamenn“ hafi fallið í árásinni og engum hermanni Bandaríkjahers hafi orðið meint af. pic.twitter.com/CvQdkW76Y7— Trump War Room (@TrumpWarRoom) September 15, 2025 Trump greindi frá því í byrjun mánaðar að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu féllu í þeirri árás en þeir eru sagðir hafa verið um borð á vegum venesúelsku fíkniefnasamtakanna Tren de Arague. Ekki kemur fram í færslu Trump hvort báturinn sem herinn hæfði í dag væri frá sömu samtökum. New York Times segir frá því að fyrirliggjandi gögn bendi til þess að bátnum, sem var grandaður fyrr í mánuðinum, hafi verið snúið við áður en herinn hóf að skjóta á hann. Áhöfnin hafi uppgötvað að herflugvélar fylgdust með ferðum bátsins og haldið til baka. Lögspekingar vestanhafs hafa sagt aðgerðina ólögmæta og að Trump hafi ekki valdheimildir til að mæta meintum fíkniefnasmyglurum með þessum hætti þar sem ekki hafi stafað nægileg ógn af þeim. Þá vegi þau rök þungt að báturinn virtist þegar hafa snúið við þegar árásin var gerð.
Bandaríkin Venesúela Hernaður Donald Trump Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira