Innlent

„Ekki al­gengt að svona lekar verði“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mikil gufa var á svæðinu vegna lekans.
Mikil gufa var á svæðinu vegna lekans. Aðsend

Rof á heitavatnslögn olli því að leki varð úr lögninni með þeim afleiðingum að mikla gufu lagði yfir Bústaðaveg. 

Loka þurfti fyrir heitt vatn á svæðinu meðan aðstæður voru kannaðar. Nú er unnið að viðgerð og er enn heitavatnslaust á nokkrum stöðum í Hlíðunum. Í uppfærslu á vef Veitna á sjöunda tímanum segir að búið sé að finna upptök lekans.

Rún Ingvarsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir í samtali við fréttastofu að enn sé unnið að viðgerð og reiknað sé með að heitu vatni verði aftur komið á að fullu síðar í kvöld. 

„Það er ekki algengt að svona lekar verði, sem betur fer. Þá eru fyrst og fremst aðstæður tryggðar og lekinn stöðvaður. Svo fer fram frekari greining í framhaldinu,“ segir Rún í samtali við fréttastofu. Hún segir viðgerð hafa gengið vel. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×