Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Árni Sæberg skrifar 15. september 2025 16:47 Guðmundur Ingi vill að Kourani verði náðaður. Vísir Formaður Afstöðu, félags fanga, hvetur dómsmálaráðherra til að náða Mohamad Kourani og senda hann úr landi strax á morgun. Hann hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og því mætti vísa honum úr landi umsvifalaust eftir náðun. Að óbreyttu þarf hann að afplána helming fangelsisdóms síns áður en hægt verður að vísa honum úr landi árið 2028 Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir í færslu á Facebook að það að bíða með að vísa Kourani úr landi til ársins 2028 muni kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna. Það sé til viðbótar við þær 200 milljónir króna sem þegar hafi verið varið í að vista Kourani í fangelsi, enda fari mikill mannafli í vistun hans. Eigi ekki heima í fangelsi hvort sem er „Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár. Hálfur milljarður myndi nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug!“ Þá bendir Guðmundur Ingi á að þessir fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman, sem hvort sem er verði vísað úr landi og hafi samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta sé Kourani veikur einstaklingur, sem eigi ekki að vera í fangelsi. Forseti getur náðað eftir tillögu ráðherra „Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd. Ég hvet dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og t.d. að styðja við starfsemi Afstöðu,“ segir Guðmundur Ingi. Rétt er að taka fram að náðunarvald er hjá forseta Íslands en ekki dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið leggur aftur á móti tillögu um náðun fyrir forsetann. Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29 Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Vísir greindi frá því í hádeginu að Kourani, sem hlaut átta ára fangelsisrefsingu fyrir rúmu ári, hefði afsalað sér alþjóðlegri vernd og yrði vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar. Þannig myndi hann losna við helming refsingarinnar en ekki fá að snúa aftur til Íslands í þrjátíu ár. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir í færslu á Facebook að það að bíða með að vísa Kourani úr landi til ársins 2028 muni kosta íslenskt samfélag um hálfan milljarð króna. Það sé til viðbótar við þær 200 milljónir króna sem þegar hafi verið varið í að vista Kourani í fangelsi, enda fari mikill mannafli í vistun hans. Eigi ekki heima í fangelsi hvort sem er „Til samanburðar er þarna um að ræða helmingi hærri upphæð en sú viðbót sem ríkisstjórnin ákvað nýverið að veita Fangelsismálastofnun til að mæta rekstrarvanda og halda úti fangavarðaskólanum fyrir næsta ár. Hálfur milljarður myndi nægja til að fjármagna starfsemi Afstöðu – réttindafélags í áratug!“ Þá bendir Guðmundur Ingi á að þessir fjármunir gætu farið í forvarnir, stuðning og raunverulegt öryggi fyrir samfélagið í stað þess að verja þeim í að halda einum einstaklingi í fangelsi árum saman, sem hvort sem er verði vísað úr landi og hafi samþykkt endurkomubann. Fyrir utan allt þetta sé Kourani veikur einstaklingur, sem eigi ekki að vera í fangelsi. Forseti getur náðað eftir tillögu ráðherra „Það eru fá rök sem eru fyrir því að íslenskt samfélag beri slíkan kostnað þegar niðurstaðan liggur fyrir, að hann hafi afsalað sér alþjóðlegri vernd. Ég hvet dómsmálaráðherra til að náða Kourani og senda hann úr landi með endurkomubann strax á morgun og nota þá fjármuni sem ella munu fara í vistun hans hér á landi í etthvað gagnlegra, eins og t.d. að styðja við starfsemi Afstöðu,“ segir Guðmundur Ingi. Rétt er að taka fram að náðunarvald er hjá forseta Íslands en ekki dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið leggur aftur á móti tillögu um náðun fyrir forsetann.
Mál Mohamad Kourani Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fangelsismál Dómsmál Tengdar fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29 Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10 Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, um áfrýjun. Því stendur átta ára fangelsisdómur yfir manninum, en hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars á síðasta ári og fjölda annarra brota. 3. apríl 2025 12:29
Átta ára fangelsisvist staðfest Landsréttur hefur staðfest átta ára fangelsisdóm Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að stinga mann í OK Market í mars í fyrra og fjölda annarra brota. 6. febrúar 2025 15:10
Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Dómsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd þeirra sem brjóta alvarlega af sér hér á landi. 11. janúar 2025 22:34