Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifa 15. september 2025 12:30 Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Við eigum að auki í góðu samstarfi við tvo sjálfstætt starfandi skóla í bænum og á næsta ári bætist sá þriðji við. Á síðasta skólaári hófst í samstarfi við Deloitte ítarleg greining á námsárangri og líðan nemenda í 1.–10. bekk. Markmiðið var að fá skýrari mynd af stöðunni, byggja á gögnum síðustu ára og finna leiðir til umbóta í skólastarfi. Niðurstöðurnar sýna að þróun lesfimi í Garðabæ er stöðug, en á sama tíma hefur hún dalað á landsvísu. Nemendur í Garðabæ skora almennt hærra í lesfimi en landsmeðaltal. Þá er hlutfall þeirra sem ná ekki lágmarksviðmiði lægra en í öðrum sveitarfélögum. Einnig sýna niðurstöður að líðan nemenda í Garðabæ er betri en annars staðar á landinu. Aftur á móti hefur fjöldi fjarvista aukist, sem er áskorun sem við tökum alvarlega. Niðurstöður í íslensku og stærðfræði benda til þess að nemendur í 10. bekk standi almennt sterkar en yngri hópar, þó að samanburður sé flóknari vegna ólíkra matsviðmiða. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar en þær minna okkur jafnframt á að skólastarf er sífellt í þróun og alltaf er svigrúm til að bæta. Samræmt námsmat í öllum árgöngum Til að efla námsmat og stuðning við hvern og einn nemanda verður á þessu skólaári lögð sérstök áhersla á Matsferilinn. Garðabær hyggst leggja matsferilspróf fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og gengur þar með lengra en landslög gera ráð fyrir, en þau kveða á um próf í 4., 6. og 9. bekk. Prófin veita skýra mynd af stöðu og framvindu í námi og nýtast nemendum, foreldrum, kennurum og sveitarfélaginu öllu. Samhliða þessu verða matskvarðar samræmdir í 4., 7. og 10. bekk. Með því tryggjum við að hæfnin á bak við einkunnir verði sambærileg milli skóla. Þetta skapar réttlátara námsmat og veitir foreldrum og nemendum skýrari upplýsingar, á sama tíma og kennarar fá betri gögn til að grípa inn í og fylgja eftir árangri. Lesskilningsverkefni Í vetur hefst nýtt rannsóknar- og íhlutunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að því að efla lesskilning á meðal barna í Garðabæ. Nemendur í 7.–10. bekk og íslenskukennarar þeirra taka þátt í sex vikna markvissri vinnu með orðaforða, texta og ritun. Verkefninu er ætlað að styrkja lesskilning á skipulegan og árangursríkan hátt og niðurstöður verða nýttar til áframhaldandi umbóta í skólunum. Líðan og mætingar Í Íslensku æskulýðsrannsókninni kemur fram að nemendum í Garðabæ líður almennt betur en jafnöldrum þeirra í öðrum sveitarfélögum. Þetta er afar jákvætt og endurspeglar sterkt faglegt starf í skólunum og gott samstarf heimila og skóla. Samhliða þessu hefur þó komið í ljós að fjarvistum nemenda hefur fjölgað. Þessi þróun sést víðar á landinu, meðal annars vegna breyttra venja eftir heimsfaraldur, en við leggjum áherslu á að vinna markvisst með fjölskyldum og skólum að lausnum. Sérstakt verkefni er hafið sem beinist bæði að forvörnum og stuðningi við börn sem eiga erfitt með að mæta. Skóladagatal og framtíðarsýn Garðabær uppfyllir að fullu lögbundnar kröfur um lágmarksfjölda skóladaga. Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla eru samræmd og nú gefin út á rafrænan hátt til tveggja ára í senn, þannig að foreldrar geti bætt þeim beint við sín dagatöl og skipulagt frí og leyfi í samræmi við skólastarfið. Fram undan liggur mikilvægt verkefni: að nýta niðurstöður greininga og prófa til að gera gott skólastarf í Garðabæ enn betra. Með markvissu námsmati, samræmdum gögnum og öflugum verkefnum sem efla bæði lesfimi og lesskilning eru grunnskólar Garðabæjar vel í stakk búnir til að mæta nemendum þar sem þeir eru. Við viljum tryggja að þau hafi öll tækifæri til að ná árangri og blómstra í námi og leik. Við erum stolt af þeirri stöðu sem niðurstöður sýna og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólunum. Um leið erum við staðráðin í að halda áfram að þróa skólastarf með hagsmuni barnanna okkar í fyrirrúmi. Það er eitt allra mikilvægasta verkefnið í skólabænum Garðabæ. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður grunnskólanefndar Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Sigríður Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Við eigum að auki í góðu samstarfi við tvo sjálfstætt starfandi skóla í bænum og á næsta ári bætist sá þriðji við. Á síðasta skólaári hófst í samstarfi við Deloitte ítarleg greining á námsárangri og líðan nemenda í 1.–10. bekk. Markmiðið var að fá skýrari mynd af stöðunni, byggja á gögnum síðustu ára og finna leiðir til umbóta í skólastarfi. Niðurstöðurnar sýna að þróun lesfimi í Garðabæ er stöðug, en á sama tíma hefur hún dalað á landsvísu. Nemendur í Garðabæ skora almennt hærra í lesfimi en landsmeðaltal. Þá er hlutfall þeirra sem ná ekki lágmarksviðmiði lægra en í öðrum sveitarfélögum. Einnig sýna niðurstöður að líðan nemenda í Garðabæ er betri en annars staðar á landinu. Aftur á móti hefur fjöldi fjarvista aukist, sem er áskorun sem við tökum alvarlega. Niðurstöður í íslensku og stærðfræði benda til þess að nemendur í 10. bekk standi almennt sterkar en yngri hópar, þó að samanburður sé flóknari vegna ólíkra matsviðmiða. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar en þær minna okkur jafnframt á að skólastarf er sífellt í þróun og alltaf er svigrúm til að bæta. Samræmt námsmat í öllum árgöngum Til að efla námsmat og stuðning við hvern og einn nemanda verður á þessu skólaári lögð sérstök áhersla á Matsferilinn. Garðabær hyggst leggja matsferilspróf fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og gengur þar með lengra en landslög gera ráð fyrir, en þau kveða á um próf í 4., 6. og 9. bekk. Prófin veita skýra mynd af stöðu og framvindu í námi og nýtast nemendum, foreldrum, kennurum og sveitarfélaginu öllu. Samhliða þessu verða matskvarðar samræmdir í 4., 7. og 10. bekk. Með því tryggjum við að hæfnin á bak við einkunnir verði sambærileg milli skóla. Þetta skapar réttlátara námsmat og veitir foreldrum og nemendum skýrari upplýsingar, á sama tíma og kennarar fá betri gögn til að grípa inn í og fylgja eftir árangri. Lesskilningsverkefni Í vetur hefst nýtt rannsóknar- og íhlutunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að því að efla lesskilning á meðal barna í Garðabæ. Nemendur í 7.–10. bekk og íslenskukennarar þeirra taka þátt í sex vikna markvissri vinnu með orðaforða, texta og ritun. Verkefninu er ætlað að styrkja lesskilning á skipulegan og árangursríkan hátt og niðurstöður verða nýttar til áframhaldandi umbóta í skólunum. Líðan og mætingar Í Íslensku æskulýðsrannsókninni kemur fram að nemendum í Garðabæ líður almennt betur en jafnöldrum þeirra í öðrum sveitarfélögum. Þetta er afar jákvætt og endurspeglar sterkt faglegt starf í skólunum og gott samstarf heimila og skóla. Samhliða þessu hefur þó komið í ljós að fjarvistum nemenda hefur fjölgað. Þessi þróun sést víðar á landinu, meðal annars vegna breyttra venja eftir heimsfaraldur, en við leggjum áherslu á að vinna markvisst með fjölskyldum og skólum að lausnum. Sérstakt verkefni er hafið sem beinist bæði að forvörnum og stuðningi við börn sem eiga erfitt með að mæta. Skóladagatal og framtíðarsýn Garðabær uppfyllir að fullu lögbundnar kröfur um lágmarksfjölda skóladaga. Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla eru samræmd og nú gefin út á rafrænan hátt til tveggja ára í senn, þannig að foreldrar geti bætt þeim beint við sín dagatöl og skipulagt frí og leyfi í samræmi við skólastarfið. Fram undan liggur mikilvægt verkefni: að nýta niðurstöður greininga og prófa til að gera gott skólastarf í Garðabæ enn betra. Með markvissu námsmati, samræmdum gögnum og öflugum verkefnum sem efla bæði lesfimi og lesskilning eru grunnskólar Garðabæjar vel í stakk búnir til að mæta nemendum þar sem þeir eru. Við viljum tryggja að þau hafi öll tækifæri til að ná árangri og blómstra í námi og leik. Við erum stolt af þeirri stöðu sem niðurstöður sýna og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólunum. Um leið erum við staðráðin í að halda áfram að þróa skólastarf með hagsmuni barnanna okkar í fyrirrúmi. Það er eitt allra mikilvægasta verkefnið í skólabænum Garðabæ. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður grunnskólanefndar Garðabæjar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun