Þórdís Lóa ætlar ekki fram Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2025 08:11 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2018. Vísir/Vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. Þórdís Lóa greinir frá þessu í færslu á Facebook í morgun. „8 ár er nægur tími - nú er komin tími á breytingar hjá mér,“ segir borgarfulltrúinn sem hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2018. Hún segist þar hafa ákveðið að bjóða ekki fram krafta sína í komandi borgarstjórnarkosningum. „Ég hef mikla löngun til að takast aftur á við spennandi verkefni í atvinnulífinu og tel að rétti tíminn til þess sé eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor, eftir að hafa þá starfað sem borgarfulltrúi í 8 ár. Ég er afskaplega stolt af starfi mínu sem oddviti Viðreisnar í borginni og verkefnin sem við höfum tekist á við í samstarfi við frábært fólk úr öllum flokkum hafa verið skemmtileg, krefjandi og gefandi. Ég hef alltaf lifað eftir þeirri hugsjón að það sé hollt að breyta til á 8-10 ára fresti og vera tilbúin til að takast á við nýjar áskoranir. Það heldur manni á tánum, gefur nýja sýn og opnar ný tækifæri. Ég skil sátt við borgarstjórn og afskaplega stolt af þeim verkum sem við í Viðreisn höfum komið áfram til hagsbóta fyrir borgarbúa. Það er rétt að tilkynna þessa ákvörðun núna á þessum tímapunkti til þess að félagar mínir í Viðreisn geti hafið undirbúning að því að móta nýjan lista með nýju fólki í tæka tíð fyrir kosningarnar. Ég mun áfram vera til aðstoðar eins og þörf er á,“ segir Þórdís Lóa. Eftir kosningarnar 2018 var Viðreisn í meirihluta borgarstjórnar og svo aftur eftir kosningarnar 2022. Eftir að Framsóknarflokkurinn ákvað að slíta meirihlutasamstarfinu í ársbyrjun var myndaður nýr meirihluti án aðkomu Viðreisnar. Flokkurinn hefur því verið í minnihluta síðustu mánuði. Á tíma sínum í borgarstjórn hefur Þórdís Lóa verið formaður borgarráðs í fjögur ár og á tímum starfandi borgarstjóri. Þá var hún forseti borgarstjórnar í þrjú ár. Hefði viljað meiri framþróun í ábyrgari fjármálum og sjálfbærum rekstri Í færslunni rekur hún hvaða verkefnum hún hefur komið að á tíma sínum í borgarstjórn. Þá segist hún stundum vera spurð að því hvað hún hefði viljað gera meira af. „Ég hef ekkert legið á skoðunum mínum hvað það varðar. Þar er helst að telja upp verkefni sem snúa að rekstri, fjármálum og stjórnun borgarinnar. Ég hefði viljað sjá meiri framþróun í ábyrgari fjármálum og sjálfbærum rekstri A hluta, einfaldari umgjörð um eignir borgarinnar og minni pólitík í stjórnum innviðafyrirtækja. Ég hefði líka viljað ganga lengra í því að losa borgina undan rekstri sem hún þarf ekki að sinna, s.s. eins og rekstri malbikunarstöðvarinnar. Þetta verða áskoranir fyrir næstu forystu að takast á við. Ég er stolt af því að Viðreisn í Reykjavík hefur undir minni forystu unnið að mörgum góðum verkefnun og samkvæmt nýjustu könnunum nú þrefaldað fylgi sitt . Það er skýr vísbending um að frjálslynd hægri miðjustefna með áherslu á ábyrgð í fjármálum en framsækni í velferð og samfélagsmálum á erindi og hefur náð eyrum borgarbúa. Ég tek þessa ákvörðun nú með góðum fyrirvara og tilkynni hana nú fyrir landsþing flokksins svo að Viðreisn geti hafið undirbúning af fullum krafti fyrir kosningarnar á næsta ári. Ég hef trú á að ný forysta muni leiða flokkinn áfram af krafti, það er sannarlega þörf fyrir Viðreisn í borgarstjórn. Ég er óendanlega þakklát að hafa verið treyst fyrir því að vera oddviti Viðreisnar í Reykjavík í átta ár. Nú tekur nýtt fólk við – og framtíðin er björt,“ segir Þórdís Lóa í færslunni. Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Þórdís Lóa greinir frá þessu í færslu á Facebook í morgun. „8 ár er nægur tími - nú er komin tími á breytingar hjá mér,“ segir borgarfulltrúinn sem hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2018. Hún segist þar hafa ákveðið að bjóða ekki fram krafta sína í komandi borgarstjórnarkosningum. „Ég hef mikla löngun til að takast aftur á við spennandi verkefni í atvinnulífinu og tel að rétti tíminn til þess sé eftir sveitarstjórnarkosningar næsta vor, eftir að hafa þá starfað sem borgarfulltrúi í 8 ár. Ég er afskaplega stolt af starfi mínu sem oddviti Viðreisnar í borginni og verkefnin sem við höfum tekist á við í samstarfi við frábært fólk úr öllum flokkum hafa verið skemmtileg, krefjandi og gefandi. Ég hef alltaf lifað eftir þeirri hugsjón að það sé hollt að breyta til á 8-10 ára fresti og vera tilbúin til að takast á við nýjar áskoranir. Það heldur manni á tánum, gefur nýja sýn og opnar ný tækifæri. Ég skil sátt við borgarstjórn og afskaplega stolt af þeim verkum sem við í Viðreisn höfum komið áfram til hagsbóta fyrir borgarbúa. Það er rétt að tilkynna þessa ákvörðun núna á þessum tímapunkti til þess að félagar mínir í Viðreisn geti hafið undirbúning að því að móta nýjan lista með nýju fólki í tæka tíð fyrir kosningarnar. Ég mun áfram vera til aðstoðar eins og þörf er á,“ segir Þórdís Lóa. Eftir kosningarnar 2018 var Viðreisn í meirihluta borgarstjórnar og svo aftur eftir kosningarnar 2022. Eftir að Framsóknarflokkurinn ákvað að slíta meirihlutasamstarfinu í ársbyrjun var myndaður nýr meirihluti án aðkomu Viðreisnar. Flokkurinn hefur því verið í minnihluta síðustu mánuði. Á tíma sínum í borgarstjórn hefur Þórdís Lóa verið formaður borgarráðs í fjögur ár og á tímum starfandi borgarstjóri. Þá var hún forseti borgarstjórnar í þrjú ár. Hefði viljað meiri framþróun í ábyrgari fjármálum og sjálfbærum rekstri Í færslunni rekur hún hvaða verkefnum hún hefur komið að á tíma sínum í borgarstjórn. Þá segist hún stundum vera spurð að því hvað hún hefði viljað gera meira af. „Ég hef ekkert legið á skoðunum mínum hvað það varðar. Þar er helst að telja upp verkefni sem snúa að rekstri, fjármálum og stjórnun borgarinnar. Ég hefði viljað sjá meiri framþróun í ábyrgari fjármálum og sjálfbærum rekstri A hluta, einfaldari umgjörð um eignir borgarinnar og minni pólitík í stjórnum innviðafyrirtækja. Ég hefði líka viljað ganga lengra í því að losa borgina undan rekstri sem hún þarf ekki að sinna, s.s. eins og rekstri malbikunarstöðvarinnar. Þetta verða áskoranir fyrir næstu forystu að takast á við. Ég er stolt af því að Viðreisn í Reykjavík hefur undir minni forystu unnið að mörgum góðum verkefnun og samkvæmt nýjustu könnunum nú þrefaldað fylgi sitt . Það er skýr vísbending um að frjálslynd hægri miðjustefna með áherslu á ábyrgð í fjármálum en framsækni í velferð og samfélagsmálum á erindi og hefur náð eyrum borgarbúa. Ég tek þessa ákvörðun nú með góðum fyrirvara og tilkynni hana nú fyrir landsþing flokksins svo að Viðreisn geti hafið undirbúning af fullum krafti fyrir kosningarnar á næsta ári. Ég hef trú á að ný forysta muni leiða flokkinn áfram af krafti, það er sannarlega þörf fyrir Viðreisn í borgarstjórn. Ég er óendanlega þakklát að hafa verið treyst fyrir því að vera oddviti Viðreisnar í Reykjavík í átta ár. Nú tekur nýtt fólk við – og framtíðin er björt,“ segir Þórdís Lóa í færslunni.
Viðreisn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira