Handbolti

Guð­jón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum

Sindri Sverrisson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson heldur áfram að gera góða hluti með Gummersbach.
Guðjón Valur Sigurðsson heldur áfram að gera góða hluti með Gummersbach. Getty/Tom Weller

Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu frábæran fimm marka sigur gegn meisturum Füchse Berlín í dag, 34-29, í þýsku 1. deildinni í handbolta. Íslenska tríóið skoraði tólf mörk fyrir Magdeburg í 32-23 sigri á Stuttgart.

Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum fyrir Gummersbach í sigrinum góða í dag.

Gummersbach var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13, og náði að halda forystunni í seinni hálfleiknum þar sem liðið komst mest níu mörkum yfir. Sigurinn var því aldrei í neinni hættu.

Gummersbach hefur þar með unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum.

Magdeburg er hins vegar á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórða sigurinn í dag. Ómar Ingi Magnússon var næstmarkahæstur með sex mörk og gaf einnig þrjár stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk og Elvar Örn Jónsson tvö, og áttu þeir tvær stoðsendingar hvor. Felix Claar var markahæstur með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×