Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2025 11:15 Jakob Ingebrigtsen vonsvikinn eftir hlaupið í Tókýó í dag. Getty/Hannah Peters Þó að hlauparinn magnaði Jakob Ingebrigtsen hafi ekki keppt síðasta hálfa árið vegna meiðsla þá bundu Norðmenn vonir við að hann myndi jafnvel geta keppt um verðlaun á HM í frjálsíþróttum. Frammistaða hans í dag olli honum og öðrum miklum vonbrigðum. Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Sjá meira
Ingebrigtsen, sem á tvo Ólympíumeistaratitla í sínu safni, tvo heimsmeistaratitla í 5.000 metra hlaupi og tvö HM-silfur í 1.500 metra hlaupi, varð heimsmeistari innanhúss fyrr á þessu ári í bæði 1.500 og 3.000 metra hlaupi. Í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins á HM í dag varð Ingebrigtsen hins vegar að sætta sig við það að falla úr keppni enda var hann aðeins skugginn af sjálfum sér. Hann hljóp í fjórða og síðasta riðlinum og hafnaði þar í 8. sæti á 3:37,84 mínútum, eða rúmlega hálfri sekúndu frá 6. sæti riðilsins sem hefði dugað honum áfram í undanúrslitin. Niðurstaða sem Ingebrigtsen á erfitt með að sætta sig við, þó að viðbúið væri að það hefði áhrif að hafa ekkert getað keppt í sumar vegna meiðsla. „Þetta gekk mun verr en ég hélt og vonaði. Ég verð að vera hreinskilinn með það. Þetta eru samt mikil vonbrigði. Þetta setur hlutina í samhengi varðandi það hve erfitt tímabilið hefur verið fyrir mig,“ sagði Ingebrigtsen eftir hlaupið í dag. Stefnir á að svara fyrir sig í lengra hlaupi Hann hefur þó ekki lokið keppni og bindur vonir við að gera betur í 5.000 metra hlaupinu í Tókýó. „5.000 metrarnir eru kannski aðeins raunhæfari miðað við formið. Það eru aðeins aðrar kröfur í 1.500 metrunum. Ég hef trú á að ég geti svarað fyrir þetta og gert talsvert betur í 5.000 metrunum,“ sagði Ingebrigtsen, samkvæmt grein Aftonbladet. Annar Norðmaður, Narve Gilje Nordås, átti besta tímann í undanriðlum 1.500 metra hlaupsins eða 3:35,90 mínútur. Alls 24 keppendur eru komnir áfram í undanúrslitin sem verða á morgun og tólf komast svo í sjálft úrslitahlaupið.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ Damir Muminovic til Grindavíkur „Okkar konur eiga meira skilið“ Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið Dáður en umdeildur kylfingur látinn Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fjórir bestu mætast í lengri leikjum á Snorrabraut Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Ísland og Noregur mætast á IceBox í kvöld Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Sjá meira