ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 19:30 Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka hefur aldrei komið víni sínu lengra en í reynslusölu hjá ÁTVR. Vísir/Ívar Fannar Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu. Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu.
Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent