ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 19:30 Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Austurbakka hefur aldrei komið víni sínu lengra en í reynslusölu hjá ÁTVR. Vísir/Ívar Fannar Vínsali sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu. Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Þegar vín eru tekin til sölu í Vínbúðinni eru þau fyrst um sinn einungis tekin inn til reynslu og eru þá ekki seld nema í fjórum búðum. Reynslutímabilið eru tólf mánuðir og í hverjum mánuði eru þau fjögur vín sem eru vinsælust í lítratali hverju sinni valin inn í fastasölu hjá ÁTVR og þá seld á fleiri stöðum. Árni Þór Árnason eigandi vínheildsölunnar Austurbakka sem hefur sett sjö víntegundir á reynslusölu án árangurs segir hinsvegar að leikið sé á kerfið. Sölutölur rjúki skyndilega upp „Það sem er að gerast er það að þegar er komið að lokum þessa sölutímabils og það gerist núna í júlí þá taka sig til nokkrir innflytjendur og þeir eru að kaupa tegundirnar sínar inn. Þær hafa kannski verið að seljast átta, tíu, tuttugu flöskur á mánuði og allt í einu seljast 350.“ Þetta sér Árni í gögnum sem hann hefur undir höndum frá ÁTVR um vínsölu. Þar má sjá hvernig salan rýkur skyndilega upp. Ein víntegund selst sem dæmi í sex lítrum í apríl, fimm í maí, ellefu í júní en svo skyndilega í heilum 316 lítrum í júlí. „Ég hef rætt við starfsfólk ÁTVR og það horfir upp á þetta en því miður þá virðist ekki hafa verið vilji hingað til til þess að taka á þessu máli. Því að þeir selja þarna vöruna tvisvar. Þú sérð hvað er að gerast. ÁTVR græðir á öllu ruglinu.“ Óheppilegt ef birgjar virða ekki kerfið Þorgerður Kristín Þráinsdóttir nýskipaður forstjóri ÁTVR baðst undan viðtali vegna málsins. Í skriflegum svörum frá aðstoðarforstjóra segir að um sjö hundruð vín séu tekin í reynslusölu árlega. 156 fái færslu í kjarna á hverju ári. ÁTVR hafi engar heimildir til að greina hver kaupandi vörunnar sé, eingöngu sé horft á söluárangur. Eftirspurn viðskiptavina eigi að ráða för, mjög óheppilegt sé ef birgjar kjósi að virða ekki það kerfi. Árni segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við af festu.
Áfengi Verslun Samkeppnismál Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent