Innlent

„Það er ekkert ó­sætti eða rifrildi“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Kjaraviðræður Play og Íslenska flugstéttafélagið vegna flutninga Play til Möltu standa nú yfir. 
Kjaraviðræður Play og Íslenska flugstéttafélagið vegna flutninga Play til Möltu standa nú yfir.  Vísir/Vilhelm

Fulltrúar Íslenska flugstéttafélagsins funda með forsvarsmönnum Play síðar í dag í von um niðurstöðu í kjaraviðræðum félaganna vegna flugmanna Play. Formaður ÍFF segir fullan samningsvilja beggja vegna borðs og er bjartsýnn á samkomulag. 

Stéttarfélagið hefur óskað eftir því að þegar Play skilar íslenska flugrekstrarleyfinu og flytur reksturinn til Möltu fái flugmenn félagsins að halda kjarasamningi sínum. Félögin funduðu síðast í gær og í aðdraganda hans sagðist Jóhann Óskar Borgþórsson formaður ÍFF bjartsýnn á útkomuna. 

Boðað var til annars fundar síðdegis í dag. Aðspurður um kröfur félagsins segir Jóhann Óskar að afslappað samtal sé í gangi um framhaldið.

„Það er ekkert ósætti eða rifrildi í gangi um eitt eða neitt. Við erum bara í samtali,“ segir Jóhann Óskar. 

Flugi Play til Parísar var aflýst með fimmtán mínútna fyrirvara í gær. Heimildir fréttastofu herma að ástæða aflýsingarinnar hafi verið óformlegar verkfallsaðgerðir flugmanna. 

Jóhann Óskar tekur fram að fundir dagsins og gærdagsins hafi ekkert með aflýsingar á flugi að gera. Hann segir mikinn samningsvilja beggja vegna borðs.

„Við gerum þetta saman, sem hefur alltaf verið nálgunin hjá Play og okkur sem stéttarfélag.“ 


Tengdar fréttir

Play sé ekki að fara á hausinn

Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×