„Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2025 12:01 Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir áhyggjuefni að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Vísir/Lýður Valberg Fangelsismál á Íslandi eru í langvinnri kerfislægri krísu að mati forstöðumanna fangelsa sem sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna málsins í gær. Formaður Fangavarðafélags Íslands segir stöðuna fyrir löngu vera orðna óásættanlega, sérstakt áhyggjuefni sé að framlög til byggingar nýs fangelsis hafi verið lækkuð. Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“ Fangelsismál Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Forstöðumenn tveggja fangelsa, öryggisstjóri Fangelsismálastofnunar, Fangavarðafélag Íslands og Afstaða félags fanga sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í gær þar sem þau lýsa yfir miklum áhyggjum af stöðu fangelsismála hér á landi. Heiðar Smith formaður Fangavarðafélags Íslands segir að staðan hafi of lengi verið óbreytt. „Ástandið í fangelsunum er orðið mjög erfitt og það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli. Við erum búin að vera með yfirfull fangelsi svo mánuðum skiptir, við getum ekki tekið við fólki af boðunarlistum, dómar eru að fyrnast og þetta er bara eiginlega hætt að ganga svona.“ Málaflokkurinn hafi verið vanfjármagnaður of lengi sem skili sér í ófullnægjandi innviðum og aukinni áhættu gagnvart bæði föngum og starfsfólki. Vísar Heiðar til sérstaklega til þess að lækka eigi stofnfjárframlag til byggingar á nýju fangelsi, Stóra Hrauni á Eyrarbakka, tímabundið um 400 milljónir króna á þessu ári. Stjórnvöld setji aukið fjármagn í löggæslu en á sama tíma siti fangelsin eftir. „Með auknu fjármagni til lögreglunnar og auknu fjármagni til dómstóla og auknar rannsóknarheimildir og hvað þetta allt heitir, það verður til þess að það munu á endanum fleiri einstaklingar afplána fangelsisdóma en það hugsar enginn neitt þarna til enda og við fáum allt þetta fólk í fangið og það verður að vera til pláss fyrir þetta fólk.“ Ljóst sé að núverandi ástand sé óboðlegt. „Með þessum húsakosti sem við höfum þá er erfiðara að aðskilja einstaklinga með mismunandi vandamál og mismunandi þarfir. Þetta verður til þess að ástandið gæti orðið og er orðið krítískara. Þetta er ákveðið púsluspil sem við þurfum að púsla og það er ekki að ganga upp eins og staðan er í dag.“
Fangelsismál Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira