Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. september 2025 14:00 Hjólreiðamenn hafa hótað því að hætta keppni. Tim de Waele/Getty Images Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael. Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag. Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Sjá meira
Frá því að keppnin hófst þann 23. ágúst hafa mótmæli við hliðarlínuna, skreytt fánum Palestínu verið dagleg sjón og oft og tíðum truflun fyrir keppendur. Þrisvar hefur þurft að stytta keppnisleiðina til að sveigja framhjá skipulögðum mótmælum og á 11. og 16. stigi keppninnar var sigurvegari ekki úrskurðaður vegna mótmæla við endamarkið. Ísraelska liðið Premier Tech keppir en var skipað taka ísraelska fánann af búningnum eftir að mótmælin hófust. Dario Belingheri/Getty Images Í gær kusu hjólreiðamenn um hvort halda ætti áfram keppni, ákveðið var að gera það en á sama tíma ekki útilokað að hætta ef öryggi þeirra yrði áfram stefnt í hættu. Keppninni á að ljúka á sunnudaginn í Madríd og þar verður mesta öryggisgæsla sem sést hefur í borginni síðan NATO þing var haldið þar árið 2022. Keppendur lenda í öngstræti mótmælenda. Dario Belingheri/Getty Images Í dag lýsti íþróttamálaráðherra Spánar, Pilar Alegría, yfir stuðningi við mótmælendur sem vilja banna Ísrael frá íþróttakeppnum á alþjóðavísu. „Við skiljum og sjáum að fleira og fleira fólk fer út götu, hneykslað á blóðbaðinu sem á sér stað á Gaza.“ Alegría benti á Rússland í því samhengi en Rússlandi var bönnuð þátttaka eftir að stríðið við Úkraínu hófst árið 2022. „Í ljósi áframhaldandi stríðsreksturs finnst mér þetta misvísandi skilaboð.“ Vingegaard leiðir keppnina. Tim de Waele/Getty Images Spánarhjólreiðarnar, sem voru stofnaðar með Tour de France að fyrirmynd, eru í heildina 23 daga keppni með tveimur hvíldardögum, 3.151 kílómetra löng en keppnin hefur verið stytt um 26 kílómetra. Keppendur eiga núna rétt rúmlega 450 kílómetra. Daninn Jonas Vingegaard hefur verið með forystuna síðustu átta daga og er með fimmtíu sekúndna forystu á næsta mann, Joao Almeida, en þarf að halda út næstu fjóra daga. Ef keppninni verður ekki hætt áður en hún endar í Madríd á sunnudag.
Hjólreiðar Spánn Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Landslið Íslands í alpagreinum skíðaíþrótta valin Sport „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Björn Lúkas kominn í 8-manna úrslit á HM í MMA Sport Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Sjá meira