Lífið

Svona verður Moulin Rouge í Borgar­leik­húsinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynhildur er leikstjóri verksins.
Brynhildur er leikstjóri verksins.

Moulin Rouge er á leið á svið í Borgarleikhúsinu. Sindri Sindrason fór og fékk að vita allt um málið í Íslandi í dag í vikunni.

„Þetta er búið að vera í bígerð í nokkur ár. Þetta er sjöunda æfingavikan okkur og við tókum sumarfrí inn á milli. Þannig að núna erum við komin inn í seinni hálfleikinn og eins gott að við stöndum okkur því við ætlum að frumsýna hérna 27. september og það verður geggjað,“ segir Brynhildur Guðjónsdóttir leikstjóri verksins í Borgarleikhúsinu en hún er ekki frá því að um sé að ræða stærstu uppsetninguna í sögu leikhússins.

„Ég elska þessa mynd og frásagnarstíllinn hreyf mig alveg rosalega á sínum tíma. Ég elska líka að horfa á myndir um ástir og örlög annars fólks. Þá þarf ég ekki að standa í því sjálf að vera í einhverju drama,“ segir Brynhildur og hlær en kvikmyndin Moulin Rouge kom út árið 2001.

„Ég elska allt franskt, nema þegar þeir eru dónalegir við fólk. Það elska ég ekki mikið.“

Tónlistarstjóri er Jón Ólafsson og þýðing er í höndum Braga Valdimars Skúlasonar. Hildur Vala Baldursdóttir og Mikael Kaaber munu fara með burðarhlutverkin þeirra Satine og Christian í verkinu.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.