Innlent

3,7 stiga skjálfti í Ár­nesi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar

Snarpur skjálfti átti sér stað við Ketilsstaðaholt í Holtum í Rangárvallasýslu klukkan 08:39 í morgun. Hann var 3,7 stig að stærð.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands varð skjálftinn á þekktri jarðskjálftasprungu og fannst hann víða á suður- og suðvesturlandi, meðal annars í Flóahreppi og í Fljótshlíð.

Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Þetta mun vera stærsti skjálftinn á sprungunni frá því í maí 2014, þegar 4,2 stiga skjálfti mældist.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×