Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2025 12:02 Maðurinn fullyrti að hann hefði aðlagast íslensku samfélagi undanfarin tvö ár. Hér njóta landsmenn veðurblíðu við Austurvöll í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa litháískum karlmanni úr landi og banna honum endurkomu til Íslands næstu sjö árin. Maðurinn hefur hlotið dóma fyrir auðgunarbrot, fíkniefnabrot og umferðarlagabrot og var talinn veruleg ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann. Dómsmál Litáen Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hélt því fram að brottvísun væri ósanngjörn Maðurinn, sem skráði dvöl sína á Íslandi sumarið 2023, kærði ákvörðun Útlendingastofnunar frá því í febrúar á þessu ári. Hann krafðist þess að brottvísunin yrði felld úr gildi eða að endurkomubannið yrði stytt. Í greinargerð sinni hélt hann því fram að brot hans væru ekki svo alvarleg að réttlæta brottvísun. Hann sagðist aðeins hafa hlotið einn refsidóm og að um minniháttar auðgunarbrot og umferðarlagabrot væri að ræða. Þá hefði hann aðlagast íslensku samfélagi og ætti engin tengsl við Litháen, þar sem hann hefði hvorki búið né talað tungumálið. Brottvísun væri því „bersýnilega ósanngjörn“, að hans mati. Kærandi byggði einnig á meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og vísaði til reglna Evrópusambandsins um frjálsa för borgara EES-ríkja, þar sem tekið er mið af lengd dvalar, fjölskylduaðstæðum og félagslegri aðlögun áður en gripið er til brottvísunar. Tvö dómsmál og endurtekin brot Kærunefnd féllst ekki á þessi rök. Í úrskurði hennar kemur fram að maðurinn hafi tvívegis verið dæmdur til fangelsisrefsingar fyrir fjölda brota á árunum 2024 og 2025. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness í september 2024 hlaut hann fjögurra mánaða fangelsisdóm, að hluta skilorðsbundinn, fyrir þjófnaðarbrot, eignarspjöll, húsbrot, nytjastuld, vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot. Í maí 2025 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur hann síðan í tólf mánaða fangelsi fyrir 15 ákæruliði, þar á meðal fimm þjófnaðarbrot, gripdeildir, fjársvik, fleiri nytjastuldi, vörslu fíkniefna og fíkniefnaakstur. Fjárhæð fjármunabrota hans nam rúmlega 630 þúsund krónum auk þess sem hann braust inn á heimili og í iðnaðarhúsnæði og stal verðmætum tækjum og fatnaði. Samkvæmt lögreglu hafa afskipti af manninum verið tíð og hann hafi ítrekað framið brot stuttu eftir að hann kom til landsins. Hann hafi ítrekað lagst til svefns í annarlegu ástandi í húsnæði eða bifreiðum, hvar hann væri óvelkominn. Þá hafi hann einnig verið vistaður í gæsluvarðhaldi til að sporna gegn áframhaldandi brotahrinu. Talinn ógn við samfélagið Kærunefnd komst að þeirri niðurstöðu að hegðun mannsins benti til þess að hann muni fremja ný brot og að hann væri yfirvofandi ógn við grundvallarhagsmuni samfélagsins. Hann hafi ekki sýnt fram á tengsl við Ísland né að hann nyti ótímabundins dvalarréttar. Einnig var tekið fram að hann hafi ekki verið í stöðugri vinnu eftir maí 2024 og þegið félagslega aðstoð. Brotaferill hans sýndi skeytingarleysi gagnvart lögum landsins og lítil sem engin merki um aðlögun að íslensku samfélagi. Að öllu virtu staðfesti kærunefndin brottvísunina og sjö ára endurkomubann.
Dómsmál Litáen Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira