Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. september 2025 11:58 Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm Pólverjar hafa ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra í nótt. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir mögulegt að Rússar séu að láta reyna á staðfestu og einungu innan Atlantshafsbandalandsins. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert. Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að nítján rússneskum drónum hafi verið flogið inn í pólska lofthelgi í nótt og að fjórir hafi verið skotnir niður. Á blaðamannafundi í morgun benti hann á að þetta sé í fyrsta sinn sem rússneskir drónar eru skotnir niður yfir NATO-ríki. Atvikið sé litið mjög alvarlegum augum og þjóðin hafi raunar ekki verið nær stríði frá seinni heimstyrjöld. Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, kallaði ríkisstjórn sína auk fulltrúa hersins saman í morgun í kjölfar atburða næturinnar.vísir/AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa enn ekki tjáð sig efnislega um málið. Albert Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir of snemmt að segja hvort um viljaverk hafi verið að ræða og þá mögulegar afleiðingar. „Ef þetta er viljandi þá vaknar auðvitað spurningin hvað Rússum gengur til. Er hugsanlega verið að prófa viðbrögð og staðfestu Póllands og NATO líka, ekki síst þá pólitísk viðbrögð og hvort það megi lesa eitthvað nýtt um einingu eða óeiningu innan bandalagsins,“ segir Albert. „Viðbrögðin á þessu stigi benda til þess að það sé óljóst hvort þetta sé viljandi eða óvart og enn sem komið er eru það getgátur. En það sem eru ekki getgátur er að þetta mál er enn ein birtingarmynd þess hversu óvæginn og harðneskjulegur stríðsrekstur Rússa í Úkraínu er og áhættusamur auðvitað.“ Hann bendir á að bein árás á NATO-ríki myndi þó hafa annan og lengri aðdraganda og telur útilokað að NATO bregðist við með hernaðarlegum hætti þó svo að ekki hafi verið um mistök eða bilun í búnaði að ræða. Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, fordæmir atvikið og segir framgöngu Rússa vítaverða.vísir/AP Ráðamenn í Evrópu hafa sent frá sér harðorðaðar yfirlýsingar í morgun og Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO segir atvikið vítavert, hvort sem um vilja- eða óviljaverk sé að ræða. Pólverjar hafa kallað eftir því að fjórða grein Atlantshafssáttmálans verði virkjuð en hún felur í sér formlegt samráð bandalagsríkja telji ríki að friðhelgi þeirra sé ógnað. „Það eru þá formleg viðbrögð og undirstrika alvarleika þess, hver svo sem ástæðan er, að það rata drónar inn í NATO-ríki. Það er full ástæða fyrir bandalagið til að undirstrika að það er ekki í lagi,“ segir Albert.
Pólland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira